maxel wrote:
flatbeat wrote:
En getur einhver sagt mér, er eitthvað auka sem ég þarf að stinga í samband? Þegar ég reif mælaborðið úr bílnum sem ég fékk það úr var eitt lítið plögg sem var ekki á mínu gamla, og núna virðist sem endurstillanlegi kílómetrateljarinn virki ekki. Veit ekki með bensínmælirinn en hann er hættur að hoppa til eins og gamli gerði þegar ég er á ferð, og núna situr hann rétt fyrir ofan botninn á rauðu línunni (en það var varla neitt bensín á honum hvort eð er, setti þúsundkall á hann til að athuga og fannst mælirinn hækka eitthvað smá, en er ekki alveg viss hvort það var ímyndun)
eitt tengi var fyrir obc
ef það er ekki obc í þínum þá þarf ekki að tengfja það
Er þá ábyggilega ekki með obc, þar sem það er ekki einu sinni neitt til að tengja í á gamla
já getur alveg vel verið, held ég hafi séð að það fari oft tannhjól í þessu... skal googla það upp
En er þetta þá bara mælaborðið sem er að klikka? Það var alveg ekið rúma 100km á litla mælinum þegar ég reif það úr
