bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 20:21

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
 Post subject: Gormar í 750iL
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 04:13 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Veit einhver hvað nýjir gormar að aftan kosta í 750iL ´92? Er hægt að fá þá lítið notaða? Bimminn minn er orðinn soldið siginn að aftan og kominn tími til að skipta um gorma.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 12:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Veit ekki hvað þetta kostar hérna heima en á partadisknum þá eru þeir verðlagðir á rétt tæpan 6þ kall parið hvort sem er að framan eða aftan. Það miðast þá við standart fjöðrun ekkert LAD og ekkert Sport dótarí.
Ef við leikum okkur aðeins að tölum þá er 14% vaskur af þessu þarna úti tökum hann af og bætum 7,5% tolli við sem er hérna heima og svo vaski það gefur 7.000. Það væri gaman að vita hvað svona gormur kostar í B&L ég reiknaði þetta m.v. smásöluverð í Þýskalandi og sleppti þess vegna flutningskostnaði og álagningu en ef þetta kostar undir 8þ þá væri það í lagi.
Hvað er bílinn þinn ekinn mikið?
Ég þarf að skipta um dempara hjá mér var að spá í því hvort maður ætti ekki að skipta um gormana líka, bara í leiðinni.
Hvað endast gormar lengi, væntanlega mjög afstætt.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 12:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Það er í raun 15% tollur á varahlutum,

og auka 7,5 ef þeir voru framleiddir utan EB

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 13:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég skoðaði bara tollur.is þar er 7,5% af öllu nema 10% af vatnskössum, 15% af pústkerfum og 0% af öryggisbeltum.
http://www.tollur.is/tollur/handbok/handbok2/tollsk/87_kafli.pdf
bls 7
Eru einhver önnur gjöld sem bætast við varahluti framleidda innan EB??

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 15:21 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
mér var sagt hjá tollinum að ofan á vöruna leggst tollu 7,5% vörugjald 15% og vsk 24,5%. nema af heilum ljósabúnaði þá leggst bara vsk ofan á !


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 23. Nov 2002 17:20 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Ég myndi mæla með því að skipta um gormana líka ef þú ert á annað borð að fara skipta um dempara. Eru ekki "original" gormarnir ennþá undir bílnum hjá þér Bjarki? Ég er með þetta EDS fjöðrunarkerfi á bílnum og ég spurði einn BMWkall sem ég þekki hvort hann hefði hugmynd um hvað slíkir gormar kostuðu og hann hélt að verðið væri í kringum 20 þús kr parið hjá B&L (óstaðfest).

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 24. Nov 2002 01:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Held að það sé allt orginal hjá mér. Hann er orðinn frekar leiðinlegur eða kannski ekki skemmtilegur, kominn í 180þ km. Ef maður er á annað borð að eiga svona bíl þá verður maður að fá það besta út úr þessu. Það væri alveg hægt að keyra hann lengur hann er ekkert orðinn það slæmur en ég ætla að skipta um þetta næsta sumar. Það borgar sig að skipta um allt, ekki það skemmtilegasta sem maður gerir að rífa þetta undan.
Ætlarru að skipta um allar stangirnar að framan (Thrust arms, Sway bar links, Control arms, Tie-rods, Centre tie rod, Idler arm)? Ég ætla að skipta þessu öllu út, veit ekki hvort ég skipti um gúmmín eða kaupi stangir með gúmmíum í. Svo þarf ég að skipta um gúmmín í spyrnunum að aftan (Subframe bushings). Þetta á eftir að kosta slatta, er byrjaður að skoða hvar best er að kaupa þetta dót. Kaupi þetta ekki hjá Stealernum (B&L) og set ekki Monroe (Bílanaust) vil halda í uppsetninguna eins og hún var þegar hann kom af færibandinu.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 24. Nov 2002 01:19 
Ég veit ekki hvort ég læt skipta um allt í leiðinni, fer eftir því hvort ég ætla að eiga bílinn í einhvern tíma. (Er með hundkvikindi sem fer ekki sem best með buffalaleðrið :x , langar í BMW Touring bíl helst fimmu). Annars er ég með helv. góðann díl hjá Fálkanum þannig að ég læt að öllum líkindum Sachs í bílinn. Láttu mig endilega vita ef þú kannar hvað það kostar að kaupa alla þessa hluti.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 24. Nov 2002 01:22 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Aaaaaarg!!!! :x Gleymdi að logga mig inn áður en ég skrifaði greinarsvarið hér fyrir ofan. Sorry :?

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 127 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group