Ætli það sé ekki best að kynna sig fyrst. Ég heiti Benedikt og er kallaður Benni, ég keypti nýverið BMW 318i 2003árgerð eftir að Viktor félagi minn plataði mig í BMW delluna ólæknandi (eins og hann orðar það).
Bíllinn sem að ég keypti er topp eintak og ég var yfir mig ánægður með hann þegar að ég keypti hann og ennþá ánægðari þegar að Viktor sýndi mér fullt af fídusum sem að ég hafði enga hugmynd um.
Þessi bíll er mjög vel búinn og stórt skref upp á við þegar borið er saman við Toyota Yaris-inn sem að fyrri eigandi tók upp í þennan.
Ég hef engar myndir tekið ennþá af bílnum, en við Viktor ætlum að redda því við fyrsta tækifæri. En á meðan tek ég mér það bessaleyfi að stela mynd úr söluþræði fyrri eiganda.
