Það verður Dyno-dagur (aflmælingardagur)
laugardaginn 30. nóv kl 11:00 niðrí
Tækniþjónustu Bifreiða (að sjálfsögðu) Hjallahrauni 4.
verð á bíl er 3800 kr, en þess má geta að venjulegt verð fyrir Dyno mælingu er 6900kr. Tækniþjónusta Bifreiða er eini staðurinn sem aflmælir bíla á Íslandi!
Nagladekk eru bönnuð!! þeir mæla með eyrnahlífum eða eyrnatöppum. Þeir ætla að setja upp aðstöðu til að horfa á eitthvað bílatengt efni. Ef einhver á spólur eða cd með einhverju sniðugu efni þá má hann endilega láta mig vita og mæta með það!
Athugið að þetta gildir að sjálfsögðu aðeins fyrir
BMW bíla :)
Þeir sem ætla að láta aflmæla bílinn sinn sendi mér rafpóst á gunni@bmwkraftur.com með topicinu Dyno og eftirfarandi upplýsingum:
nafni, símanúmeri, bíl og skiptingu (beinsk - sjálfsk)
(
verð að vera búinn að fá póst frá öllum sem ætla í mælingu fyrir föstudaginn 29. nóv, svo TB verði nógu mannaðir)
munið að
NAGLADEKK ERU BÖNNUÐ!
að sjálfsögðu mæta þeir líka sem ekki ætla að láta aflmæla bílinn sinn
Ef að veðrið verður andstyggilegt þá frestum við þessu náttlega, en við sjáum bara til.
Er ekki fílingur í mönnum fyrir þessu ??