Til sölu er 1999 árgerð af BMW 540iA E39
* Rann út úr verksmiðjunni í Dingolfing þann 31. ágúst 1999, ný orðinn 8 ára gamall.
* Cosmosschwarz-metallic (303)
* Ekinn 201.000 km
* Ljósbrúnt leður
* Orginal þjófavörn
* Shadowline
* Topplúga (ATH. EKKI GLER OG ÓVIRK)
* Velour gólfmottur fylgja og líka gúmmímottur
* Niðurfellanleg aftursæti
* Barnasessur í aftursætum (hægt að lifta upp sessunum)
* Mjóbaks stuðningur í framsætum (ATH. ÓVIRKT Í BÍLSTJÓRASÆTI)
* Bakkskynjarar
* Sími (númer með inneign getur fylgt ef óskað er eftir því, óskráð)
* HiFi Loudspeaker system
* M Sport fjöðrun
* Svört toppklæðning
* 6 Diska geisladiskamagasín í skotti.
Svo er auðvitað staðalbúnaðurinn sem er í E39 540:
* Steptronic
* Dynamic Stability Control (DSC)
* Viðarlistar í innréttingu
* Þokuljós
* Sjálfvirk loftkæling
* Cruise Control
* On Board Computer
* Radio BMW Business
Um bílinn:
Ég keypti þennan bíl í Ágúst 2006 eða fyrri rúmu ári síðan. Þá var hann með ónýtar spyrnufóðringar að framan, skakkar felgur, ónýtan knastásskynjara, pre-facelift framljós og ónýt facelift afturljós.
Ég lagaði allt nema felgurnar, ég ætlaði að laga þær en sá sem setti nýju felgurnar undir setti ekki miðjuhringi þó að hann tók eftir að þá þurfti, og það leyddi til þess að felgurnar urðu strax skakkar svo ég var kominn á sama stað í þeim málum aftur. Ég borgaði mikinn pening fyrir felgurnar en hef ekki enn keypt aðrar eða látið gera við þessar. Ég var bara alltaf á leiðinni með að gera það en lét aldrei verða úr því. það eru samt vetrardekk á þeim felgum, þær eru 17".
Ég er búinn að setja á bílinn facelift framljós með angel eyes hringjum og facelift afturljós með fjórum led röndum. Innan í bílnum er ég búinn að setja cupholder í staðinn fyrir hólfið á hjá miðjustokknum. Það fór líka alternator í honum einhverntímann á þessu ári sem ég hef átt hann og ég skipt um hann og setti nýjan í staðinn.
En það sem er að bílnum núna eru semsagt felgurnar. Þær eru skakkar og þær titra. Svo er topplúgan líka óvirk. Það sem gerðist var að bíllinn tjónaðist smávægilega á framenda í sumar, alls ekki mikið og eini body hlutur sem þurfti að skipta um útaf því var húddið. Svo er ég að keyra brautina einn daginn, búinn að fara með bílinn á verkstæði og þeir búnir að kíkja á og laga húddið og segja mér að allt væri í lagi, þegar húddið fýkur upp. Framrúðan og topplúgan eyðilögðust við þetta. Skipt var um framrúðu, toppurinn málaður og B&L setti saman eina topplúgu úr 2 en eyðilögðu mótorinn (neit samt að viðurkenna og það er ekkert sem ég get gert í því þar sem ég hef ekkert sem sannar að mótorinn var í lagi nema bara að ég veit það, en það gildir víst ekki). Þannig að til að klára að laga topplúguna núna þarf bara nýjan mótor og að setja í samkvæmt B&L. Ég ætla mér ekki að gera það nema sú staða kemur upp að ég á bílinn ennþá næsta vor, þar sem topplúgan er tilgangslaus á veturna. Ég er búinn að henda rúmum 450þúsund kr. í viðgerðarkostnað útaf toppinum nú þegar og það er bara alveg nóg í bili.
Held að það sé ekki meira um bílinn að segja. Er vonandi ekki að gleyma neinu þar sem mitt markmið er að vera eins hreinskilinn og hægt er. Kaupandi á að vita hvað hann er að kaupa. Bíllinn selst ný-smurður og er með skoðun 08.
Þessar myndir voru teknar 11. september á þessu ári. Ipod adapterinn fylgir og nótur fyrir tækinu og ísetningu frá Nesradio eru til. Ipodinn fylgir samt ekki.
EDIT: Var að setja led perur í angel eyes hringina:
Verð: 1.666.937 ISK
Ákvílandi: 1.366.937 ISK
Lánveitandi: Lýsing, 56 þús á mánuði, 19 greiðslur af 48 búnar. Engin vanskil og ekkert vesen.
Það sem ég vill sem sagt fá fyrir bílinn er 300þúsund í pening og yfirtöku á láni. Mér liggur ekki mikið á að selja bílinn svo hann fer á þessu verðu og ekki krónu minna. Ég er til í að taka einhvern góðan bíl með skoðun 08 uppí.
Hægt er að hafa samband við mig í síma 867-5202 og ef ég svara ekki þá senda SMS og ég hringi til baka.