bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 04:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 10:23 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sæl öll.

Ég óska aftur eftir tilboðum í kaggann. Ég er búin að auglýsa tvisvar í DV og hef fengið 8 tilboð, vandamálið er bara að ég held ég sé ekkert of pikkí heldur það að það er búið að bjóða mér eitthvað hrikalega ópraktískt (miklu ópraktískara en bimmann, þannig að þá vil ég frekar bara eiga hann áfram).
Ég er að leita að ódýrari bíl, jeppa eða hjóli upp í. Helst staðgreiðslu og þá fæst GÓÐUR afsláttur!
En eins og ég segi, ekki vera hrædd við að gera mér tilboð (PS, mig langar náttúrulega mest í Porsche eða Cosworth).... gæti jafnvel freystast ;) en sparibaukar væru helst málið.

Ásett verð er rúm 1700 þúsund. Það er ekki hægt að fá svona bíl ódýrari en sem nemur 1350 þúsund frá þýskalandi og þá er óljóst með ástand.

Ég keypti bílinn í 112 þúsund kílómetrum, Sonur han Guðmundar í B&L seldi hann frá sér í 96 þúsund, hann er núna ekinn 137 þúsund. Þannig að ég á mestan aksturinn á þessum bíl hér heima og öll þjónusta eftir B&L fór fram í Tækniþjónustu bifreiða. hann var aðeins ekinn 16 þúsund kílómetra þessi tvö ár frá því B&L seldi hann og þangað til að ég keypti, og það bara yfir sumartímann. Síðasti vetur var fyrsti veturinn sem bíllinn var notaður eitthvað að ráði hér heima.

Annars vildi ég bara helst fá tilboð, ég er ekki eins og ég segi pikkí með bíla upp í en allt sem eyðir meira en 18 lítrum á 100 km er ekki í myndinni. Er að safna mér fyrir íbúð og keyri 2500 kílómetra á mánuði sirka og því munar um minna.

Bíllinn: E34 BMW M5 1990. 3,6 lítra sex strokka línu vél og fimm gíra Getrag gírkassi. Hröðun 5,9-6,5 sekúndur í hundrað kmh og hámarkshraði 250 (takmarkaður).

Bíllinn er kolbikasvartur, Shadowline og með svört nýru (semsagt EKKERT króm), svart buffala leður að innan og 17" þriggja hluta upprunalegar BBS felgur með nýjum háhraða heilsársdekkjum frá Dunlop.

Útbúnaður er eftirfarandi (smá viðauki).
Rafmagn í öllu nema sætum, skriðstillir (Cruise Control), GSM bílasími, loftkæling með sjálfvirkri miðstöð, aksturstölva, útvarp og segulband (vandað Kenwood tæki) með tengi fyrir magasín og svo er BMW kraftmagnari. Af öðrum standard M5 búnaði má nefna 25% driflæsingar, flækjur og millikæli.

Bíllinn er ekki tjónabíll og eini E34 M5 bíllinn á landinu sem hefur verið í eigu B&L og var reyndar fluttur inn og þjónustaður af B&L fram að sirka 90 þúsund km. Hann er algjörlega upprunalegur og þess hefur verið gætt að halda honum þannig. Það er búið að taka mjög margt í gegn á honum síðastliðinn vetur og er hann í toppstandi þó enn sé smávægilegt eftir.

Það sem þarf að laga. Afturrúðuhitarinn virkar ekki, álfelgurnar þurfa að fara í glerblástur (kostar sirka 40 þúsund), gírhnúðurinn er nokkuð slitinn og það er ein ryðskemmd á afturhurð. Ekki er hægt að læsa bílnum með lykli á farþega hurð (eitthvað bilað). Annað ekki.

Að keyra bílinn er vægast sagt spennandi. Þetta er rúmgóður MJÖG öflugur fimm manna bíll. Hann er með 25% driflæsingar að aftan og því mjög duglegur í snjó (betri en bæði A-Benz og Fiat sem ég hef verið á líka) og hann er eyðslugrannur miðað við 1800 kílóa bíl. Eyðslan er á bilinu 15-17 lítrar innanbæjar og 11 lítrar í langkeyrslu (þetta er ekki sparkeyrsla).

Það hafa alla tíð verið góðir eigendur að þessum bíl sem voru meðvitaðir um hvernig ber að umgangast svona tæki. Vélinni er aldrei snúið fyrr en hún hefur náð vinnsluhita og þess er gætt að hún snúist á hámarkssnúning að minnsta kosti vikulega, hann er því ennþá MJÖG lipur.

Verðið á þessum bílum hér heima er á bilinu 1500-1800 þúsund (miðað við 3.6 lítra vélina)og það á bílum í mjög misjöfnu ástandi. Óska ég eftir tilboðum í bílinn. Góður staðgreiðslu afsláttur fæst, en einnig skoða ég öll skipti á ódýrari.

Til að setja þennan bíl í samhengi við eitthvað sem menn þekkja þá er hann t.d. talsvert öflugri en Porsche 911 (964) og sneggri en samt næstum helmingi ódýrari. Þessi bíll hefur reynst framúrskarandi í rekstri og er með áreiðanlegustu bílum í þessu "kraftflokki" í dag.

Hér er svo stutt grein sem ég skrifaði um bílinn á huga.

http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=34344

Ég óska þess náttúrulega að bíllinn fari til góðs eiganda, það væri draumurinn.

Kveðja,

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 23. Sep 2002 10:36 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Gleymdi að setja símanúmerið mitt.

GSM 8647925.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Oct 2002 01:00 
:roll: Ofboðslega hlýtur þér að líða illa yfir þessu. A.m.k. hefur mig dreymt um þennan bíl, eða svipaðan í mörg ár og gæti varla hugsað mér að selja þrumuvagn á við þennan. Þú átt alla mína samúð. Ef ég ætti eins og milljón í viðbót þá værum við að semja núna. En, því miður. :oops:


Max.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Oct 2002 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Com´on maður eigðu hann bara,

Það er enginn bíll meir praktískur heldur en M5, það er á hreinu,
enga stund út í búð, enga stund út á land, líður um eins og ský, þýtur eins og þruma og lúkkar eins og djöfull,

Ef þú átt hann ekki alveg, þá getur þú kannksi breytt láninu á honum í eitthvað minna á mánuði? Bara hugmynd,

M5 á ekki að seljast fyrir minna enn milljón hérna sama hvað hann er gamall, hann er í það minnsta 285hö sem er nóg fyrir hvern þann sem er með barna vagn,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Oct 2002 10:48 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er nú eiginlega kominn á það að hætta við... Frúin hættir bráðum að vinna og þá minnkar aksturinn mjög mikið - og þá verður auðvelt að eiga hann, og nógu er hann asskoti áreiðanlegur OG öruggur!¨

Ég á hann skuldlausann þannig að það er nú ekki málið, hann væri nú reyndar líklegast seldur ef það hvíldi eitthvað á honum, þannig er það nú! :wink:

Nú er bara að reyna að safna pening fyrir bílnum og sjæna felgurnar, kaupa gírhnúð, og piggyback og ný dekk næsta sumar! Jú og pakkningar í pústið!

Maður hefur líka varann á sér. Ég veit ég myndi sjá eftir honum um leið og ég væri búin að skrifa undir.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 21. Oct 2002 23:48 
Gott hjá þér! Ég styð þig í baráttunni!!! :D


Max


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Oct 2002 08:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það var nú góður maður að hafa samband við mig í gær sem ég myndi vilja selja bílinn, en við sjáum til. Ég kvarta allavega ekki lengur... þetta er fínt svona!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 24. Oct 2002 21:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Jæja, ég er búin að gera tilboð í íbúð og er því að býða eftir góðu boði í bílinn.

Ég er búin að fá tilboð sem ég er ekki alveg nógu ánægður með, þannig að vonandi getur einhver toppað það :)

Ég hugsa að ég auglýsi í DV einu sinni enn þar sem það hefur skilað góðum viðbrögðum - vonandi fær hann góðann eiganda og tilvonandi klúbbmeðlim!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 15:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
búin að selja?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 15:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
maxel wrote:
búin að selja?
:imwithstupid: :rollinglaugh:

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 15:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Jan 2005 10:50
Posts: 1908
Location: Akureyri
maxel wrote:
búin að selja?


Nennið þið að lemja þennan gaur?? :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 15:39 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 01. Mar 2007 18:45
Posts: 5844
haha þetta var djók :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 15:42 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 21. Sep 2006 09:20
Posts: 1257
Location: Örugglega hlaupandi
maxel wrote:
búin að selja?



ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG EÐA :slap: :rofl: :imwithstupid: :clap:

_________________
BMW E39 M5 01' [2 FAST]
BMW 745i 02' [WISH]
Range Rover Sport Supercharged 06' [NR1DAD]
41 Other's Sold


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 16:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
maxel wrote:
búin að selja?


El Lunatico, hættu nú að pósta með rassgatinu og hegðaðu þér almennilega.

:!:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Sep 2007 16:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Seldur 8)

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group