Jæja þá er skólinn framundan ásamt plönum um að flytja út í áframhaldandi nám á næsta ári þannig að maður þarf aðeins að taka til í fjármálunum. Þess vegna ætla ég að selja þennan frábæra bíl og þann allra besta sem ég hef átt. Þetta er fullkominn all around bíll, 14,6 kvartmíluna og með alla kosti fjölskyldu- og sportbíls. Sérstaklega er SMG skiptingin skemmtileg og býður uppá þægindi sem og performance akstur. Hann er reyklaus og vel með farinn að innan.
Þessi sjálfrennireið kom á götuna 27.11.2002. Hann er ekinn ca. 109 þús og þar af 93 þús í þýskalandi. Ég er annar eigandinn.
Hérna er fæðingarvottorðs aukahlutalistinn:
0206 Sequenzielles Manuelles Getriebe
0663 Radio BMW Professional
0210 DSCIII
0249 Multifunktion Fuer Lenkrad (Leðurlkætt aðgerðarstýri)
0255 Sport-Lederlenkrad
0290 LM Raeder/Sternspeiche 44(Felgutýpa)
0494 Sitzheizung Fuer Fahrer/Beifahrer(sætishitari fyrir bílstjóra og farþega)
0508 Park Distance Control (PDC)
0441 Raucherpaket
Einnig er bíllinn með cruise control og bluetooth tengingu fyrir síma sem virkar mjög vel. Ég flutti þennan bíl inn í janúar á þessu ári og hann hefur verið algjörlega fullkominn í minni eigu. Það sem ég hef þurft að gera er að skipta um háspennukefli(minnir mig) á tvo cylendra og gerði það bara sjálfur enda mjög einfalt. Svo skipti ég um annan SMG skiptirinn í stýrinu.
Bíllinn er gífurlega heill og allt lakkið mjög vel farið. Hann er algerlega ódældaður. Felgurnar eru sjúskaðar eftir fyrsta eiganda og minnsta mál væri að láta polyhúða þær ef að samningar nást. Ég hefði sjálfur húðað þær í gunmetal en nýr eigandi fengi að ráða litnum.
Bíllinn selst nýsmurður og er búin að fara í inspektion II.
Undir honum eru sæmileg 17" low profile og það myndi fylgja með eins vetrar 17" ónegld vetrardekk sem eru mjög góð og kostuðu hátt í 100 þúsund.
Ásett verð er 2.890.000 og á honum er ca. 1500 þúsund króna lán frá SP. Mánaðarleg afborgun u.þ.b 30 þús.
Ég skoða öll tilboð og væri alveg til í að taka ódýrari uppí.
Hérna eru svo myndir af kvikyndinu.
Endilega hafið samband hérna, í PM eða í 897-0888, Davíð Örn.