Jæja.....
Er ekki kominn tími á smá fréttir.
Það er lítið búið að gerast í þessum í tæpa tvo mánuði út af vinnu hjá mér.
Núna er ég aftur á móti kominn á skrið með þetta swap mitt.
Búinn að afla mér mikilla upplýsinga um framkvæmdina í heild sinni....hvað vantar og hvert hlutirnir eiga að fara
Ég komst að því að mig vantaði "Pilot bearing" leguna ásamt því sem varnar henni fyrir óhreinindum.
Þar sem M30 mótorinn var með sjálfskiptingu áður, var engin lega til staðar.
Hún er núna komin á réttan stað.
Einnig komst ég að því þegar ég skoðaði ETK að boltarnir sem festa flywheelið eru ekki eins og á sjálfskiptum og beinskiptum. (já ég er að læra!)
Auto með torque converter notar 22mm langa bolta, 8 stk.
Beinskipt með svinghjóli notar 28mm langa bolta, 8 stk.
Þeir voru pantaði nýir í B&L.
Er að bíða eftir þeim akkúrat núna, ættu að detta í hús á næstu dögum.
Þegar þeir eru komnir í, þá get ég fest kúplinguna og svo boltað kassann á.
Smá stefnubreyting varð á loom notkun. Ég ætlaði upphaflega að nota E28 525i loom,
en sökum annarra skynjara etc þá mun ég nota E32 730i loom, úr beinskiptum bíl.
Það passar best á mótorinn og svo sníði ég það að þörfum E28 hvað varðar fuse boxið o.þ.h.
Kominn með í hendurnar hvernig pinnarnir eru öðruvísi í E28 miðað við E32 svo ég ætti að geta klöngrað mig í gegnum þetta þótt
ég sé nýr í þessum málum.
Einnig þarf ég að panta allt gírskiptidótið nýtt í B&L.
Það er spes vegna þess að þetta er "sport" getrag sem ég mun nota, getrag 262 "dogleg".
Það verður keypt alla skiptiarma, fóðringar etc sem vantar, nýtt.
Ég mun einnig þurfa að láta breyta drifskapti (ekki komið á hreint hvaða drifskapt verður notað),
til að það passi á getrag 262 í E28 og aftur í læsta drifið mitt
Mér tókst að týna

öðrum mótorarminum mínum sem átti að vera notaður.
Sæmi ætlar að ath fyrir mig hvort hann eigi slíkt til.
Ef ekki, þá verð ég að panta hann að utan bara.
Þá kemur þessi skemmtilega 2vikna aukabið á vélar ísetninguna, en þannig verður það bara að vera.
Ég ætla ekkert að stressa mig á neinu, bíllinn er bara inni í skúr og ég klára hlutina bara einn í einu svo allt sé gert rétt
Ef allt gengur eftir (og Sæmi á arminn handa mér), þá stefni ég á vélar ísetningu þarnæstu helgi (24-25. nóv).
Með M30 kveðju,
Skúli Rúnar
E28 nut