MIÐVIKUDAGUR:
Byrjaði daginn á að grafa upp BMW Assistance númerið fyrir Þýskaland.
Bjallaði og fékk samband við gaur sem talaði fína ensku. Hann vildi fá
smá lýsingu á probleminu og bílnum. Þegar ég sagði að þetta væri
E30 með E36 M3 mótor með kompressor þá kom smá þögn.... og svo
hægt "Okeeeeeeyyyy".
Hvað um það hann sagði að tæknimaður myndi hringja fljótlega.
Skömmu síðar hringdi svo kappinn og fékk betri lýsingu. Hann sagðist
koma eftir klukkutíma. Þannig að það var bara sturta og morgunmatur
áður en maður fór niður í skúr:


Fíni aukagangurinn undir þann hvíta:


Á meðan maður beið heyrði maður vélaröskrin frá brautinni þar sem
þáttakendur voru að keyra frjálsa hringi á brautinni

Sem minnir mig reyndar á eitt - deginum áður keyrði ég beina kaflann
fyrst á fullu blasti.....

Bara gaman - var á nærri 250 á semislikkunum
í rigningunni

Hlakkar til að gera þetta aftur á næsta ári í þurru.
Kappinn frá BMW kom fljótlega og reyndist koma frá verkstæðinu sem
sá blái fór á árinu áður - Kainz í þorpinu Daun:

Hann tengdi tölvuna við bílinn og fékk strax villumeldingu á EWS og fannst
líklegast að EWS boxið væri ónýtt. Nú voru góð ráð dýr. Ég átti að taka
prófið í námskeiðinu seinna um daginn. Að panta nýtt EWS tæki 2 daga.
Þannig að við fórum á næstu partasölu og náðum okkur í EWS box sem
við ætluðum að reyna að kóða saman við bílinn.




Gekk ekki þannig að það varð úr að pantaður var bíll til að flytja þann hvíta
til Kainz og þeir pöntuðu nýtt EWS box. Til þess að panta boxið þurftu þeir
að fá verksmiðjunúmerið af bílinum sem mótorinn kom úr - sem ég hafði
ekki hugmynd um hvert væri. Náði í vélarsalann og hann var ekki með
númerið og sagðist ekki komast í það fyrr en næsta dag. Hins vegar ætti
ég að sjá það utan á mótortölvunni - þar sem ég fann það.
Anyways - þetta stúss að panta nýtt EWS er 2 daga prósess þannig að ég
var að fara í próf án þess að hafa bíl.
Enn einu sinni kemur Ringhaus to the rescue. Galina konan hans Franks
spurði mig hvort að bíllinn sem ég tæki prófið í þyrfti eitthvað að vera
sér track bíll..... sem ég neitaði. Þannig að hún bauð mér að fá diesel
Golfinn sinn lánaðann til að taka prófið (allir track bílarnir voru í útleigu).
Ég náttúrulega þakkaði kærlega fyrir mig og fór á bílnum niður á braut til
að fá númer:

Kíkti síðan aftur upp á Ringhaus:




Fékk síðan ca. 10-15 mínútur til að kynnast bílnum - fór aðeins út á veg og
tók síðan nokkur hringtorg til að reyna að sjá hvernig hann hegðaði sér
á limitinu.
Svo var það bara niður á braut þar sem verið var að raða upp í hópa:


Hér má svo sjá hópinn minn tilbúinn við innganginn:

Og svo alveg að koma að mér - brautin rennblaut og ég á bíl sem ég
þekki ekki neitt

:

Prófið gekk út á það að við áttum að keyra brautina og reyna að fylgja í
einu og öllu því sem okkur hafði verið kennt. Á 18 stöðum í brautinni voru
dómarar sem gáfu stig fyrir það hvernig maður fór í beygjurnar. Aðal
málið er að velja rétta línu - svo hægt að fá fleiri stig ef farið er hratt og
með stæl.
Eftir nokkrar beygjur á Golfinum þá komst ég að því að hann var hrikalega
tailhappy og ég ákvað að hægja aðeins á mér og klára þetta án þess að
stúta bílnum. Keyrði þetta bara slow og vandaði mig við línurnar.
Tókst að klára þetta án þess að klessa Golfinn og fór svo upp á Ringhaus
þar sem verið var að sækja þann hvíta - sami trukkur, sami bílstjóri að
fara á sama verkstæði og í fyrra

:




Nú var ekkert annað að gera heldur er að túristast niður á braut þar sem
Touristfarhren var að byrja og græjur að tínast inn á planið:

Þessi hvíti Gallardo spyder var alveg að gera sig:




Greinilega aðal naglinn:

Menn að tínast út á braut:

Verulega fallegur bíll:

Þessi Lotus er ekkert að fara framhjá manni:

Þeir verða varla meira hardcore track bílarnir en þetta:

Flottur vagn:

Rosalegt sound í þessum jálki:

Þetta leist mér vel á - Landcruiser FTW!!!!

Gæjalegur þessi:

Rosalega clean og flottur þessi Porsche:

Einn enn eldri:


Var kannski ekki stór en soundaði bara flott

Þessir Wiesmann eru endalaust flottir:


Hér er svo annar af Zakspeed Viper bílunum. Þetta eru "ringtaxar" og
eru alveg hroðalega fljótir í brautinni


Hér er svo þróunarbíll frá Jaguar að læðast út á braut:


Þessi kappi var á þessum gullfallega Porsche sem mér fannst með verulega
svalt litacombo:



Flottar línur

Aðeins nýrri:

Greinilega verið alveg hörku hringur:

Þessi kom með miklum látum út af brautinni - pústið dottið niður í látunum:

Nú segi ég bara eins og Sveinbjörn: (((((((( $$$$$$$$$$ )))))))


Þarna sést loks Extreme Powertech sjálfur:


Laganna verðir ekki langt undan......:


Svo mætti annar Gallardo í þessum frábæra "perluhvíta" lit. Skilar sér
ekki alveg á mynd en þetta er rosalega flott áferð:


Þessi fannst mér flottur líka:

Hér mætir Fart á svæðið:

Safari stemmning:

Fart mættur aftur og nú fær maður hring í þeim græna.....:

Það var vel tekið á því - hér er reyndar 997 Turbo að taka okkur á brute afli:

En svo var hann halaður inn á reynslu og Toyo gripi:

Góður hringur þar sem einn mótorhjólagaur var örugglega ekki alveg
sáttur þegar Fart driftaði utan við hann í einni beygjunni
Eftir þennan hring spjallaði ég aðeins við Fart og félaga hans en þurfti síðan
að rjúka upp á Dorint hótel þar sem lokadinnerinn var að byrja. Þar var
verið að unloada þennan:


Meira djúsí stöff:


Fólk að tínast inn:

Þar tók við langur dinner með endalausum verðlaunaafhendingum. Kom
mér á óvart hvað sumir höfðu komið oft og tekið þátt í þjálfuninni. Það
voru gaurar að fá viðurkenningu fyrir að hafa komð 25 og 30 sinnum!!!

Í okkar hópi voru þessir 3 efstir:

Tveir af þeim eru ökukennarar og sá þriðji hefur verið áður á námskeiðinu.
Bestur á öllu námskeiðinu var svo Thorleif sem sést hér ásamt Steve Gill:

Reyndar svindlaði Thorleif - hann notaði race regndekk
Einkunnirnar fyrir beygjurnar voru gefnar á skalanum 1-10 þar sem 1 er
best. Það að fara rétt í gegnum beygju og á "normal" hraða gefur 5,
keyra eins og heimsmeistari gefur 1 og ef allt er í rugli færðu 10:
1 Weltmeister
2 Ausgezeichnet
3 Sehr Gut
4 Gut, zugig, sauberer Streich
5 Strich getroffen - befriedigend
6 etwas ungenau - ausreichend
7 Strich kaum getroffen - mangelhaft
8 Strich gar nicht getroffen - ungenugend
10 Blech oder totales Chaos
Ég var bara nokkuð konsistent - allar beygjurnar voru á bilinu 3-5 og fékk
ég heildarfjölda stiga upp á 61. Hópurinn minn var á bilinu 52 til 78.
Thorleif var með 25!!!!
Eftir þetta kvaddi maður liðið og mér heyrðist að flestir ætli að láta sjá
sig að ári.
Spjallaði reyndar svolítið við prófessorinn breska og kom nú ljós hvað
hann var í raun að gera þarna. Hann var búinn að vera svolítið "áhugalaus" í
þjálfuninni og var ekkert alltaf með af fullum krafti.
Hann sagði mér hins vegar að einn aðal tilgangur þessarar ferðar hafi
verið....................
....
....
..... að dreifa ösku vinar síns við hringinn!!!!
Þeir höfðu komið áratugum saman og keyrt á hringnum og nú var hann
semsagt mættur með helming öskunnar til að dreifa við hringinn.
Hvað með hinn helminginn??? Jú - honum var dreift á Silverstone!!!
Óborganlegt!!!
