SUNNUDAGUR:
Var kominn til Tauber á hádegi og þar beið sá hvíti:

Oliver og Sebastian voru í fríi í Dóminikanska lýðveldinu ásamt frúm
þannig að það var Gunther pabbi Sebastians sem tók á móti mér.

Búið að mála að innan:


Algjör snilld þessi hjálmageymsla sem þeir settu í bílinn


Fékk svo Gunther til að renna með mér út á völl og skila bílnum og svo
lagði ég í hann til baka til Nurburg. Það var MIKIL umferð og einnig
var HEITT (og engin loftkæling......):


Tók frekar langan tíma að komast á Ringhaus - var kominn ca. 18:30.
Skutlaði dótinu upp á herbergi og fór síðan og tók bensín og skráði mig
inn á námskeiðið. Síðan kl. 8 var dinner þar sem þeir sem taka þátt í
námskeiðinu hittast. Hér má sjá hótelið þar sem dinnerinn er en það
liggur við hliðina á Formúlu 1 brautinni. Fremst má sjá Greg Dexthe sem
var þarna mættur á Evoinum sínum. Hann var einn af þeim sem
skipulagði track daginn á SPA sem við Sæmi tókum þátt í:

Einn "áhugaverður":

Það verða nokkrir svona á námskeiðinu:

Það er alveg ótrúlegur fjöldi sem tekur þátt í þessu námskeiði

Borðið sem ég sat við er þarna fremst og Thorleif setti mig í hóp nr. 10
sem er fullur af Norðmönnum. Leiðbeinandinn okkar er þarna við borðið,
annar frá hægri. Hann er ex-racer, keppti í kringum 1980 og byrjaði
á 2002tii. Hann keppti í nokkur ár en hefur síðan unnið fyrir BMW sem
þróunarökumaður - er að keyra frumútgáfur og gefa feedback í þróun.
Virkaði mjög vel á okkur.
Annars verða næstu dagar mjög busy - prógrammið er frá 8 til 20 og á
morgun þurfum við að vera mættir klukkutíma fyrr með bílana í "skoðun".
Svo um helgina er Oldtimer GP þar sem verða ma. 6 M1 keppnisbílar,
slatti af Porsche 935, Detomaso, Ferrari Daytona og............
rúsínan
í
pylsuendanum........
.......
......
Porsche 917
Verður ekki leiðinlegt að heyra hann blasta.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...