Nú þegar ég er búinn að selja E34 “flakið” mitt, fluttur nær Þýskalandi og kominn með eigulegan fjölskyldubíl fer hugurinn að leyta að einhverju notendavænu til að skjótast á í vinnuna og svoleiðis.
Ég legg upp með nokkur atriði í huga;
1. Blæja
2. Power (verður að vera gaman)
3. Handling (og meira gaman)
4. Verð (þetta er jú leikfang svo það má ekki kosta endalaust)
5. Þýskt takk
Hvað kemur þá til greina?
Z3 M Roadster – árgerð ’98 ekinn ca 100 þús fyrir 16-17.000 EUR
M3 - fæ árgerð ’96-’97 ekinn ca 100 þús fyrir 15.000 EUR
Audi TT Roadster – árgerð ’00 fyrir ca 18.000 EUR
SL500 – árgerð ´93-’94 ekinn eitthvað svipað á 15-17.000
Boxter – árgerð ’97 – ’98 ekinn ca 100.000 á 15-17.000
Boxter S er kominn yfir 20.000 EUR => of mikið fyrir þessa pælingu
Eins mikið og ég elska allt sem kemur frá Merc.. og byrjar á S held ég að SL500 frá fyrri hluta 9. áratugarins uppfylli ekki alveg skilyrði númer 3 (allavega ekki þegar borið er saman við ///M).
Audi er ekki alveg minn tebolli og Boxter S er einfaldlega of dýr og Boxter 2,5 er ekki nema 204 hp.
Þannig kemst ég að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mikið að skoða í þessu nema Z3 M og M3.
Því óska ég eftir skoðunum þeirra sem vit og áhuga hafa......hvort sem það varðar samanburð á þessum 2 bílum eða eitthvað allt annað (tengt samt takk)
