Ég keyrði hringinn á þessum um versló: Keflavík-Neskaupstaður-Siglufjörður-Keflavík og verð ég að segja að hann stóð sig bara með eindæmum vel með þrjá fullorðna menn ásamt troðið skott af farangri og rúmlega það. Miðið við vélarstærð þá er hann að toga alveg flennivel en eitthvað fannst mér bogið við eyðsluna en hún var 12 -13L/100km.
Eitthvað gekk nú á hjá okkur félögunum en brottförin var upprennanlega á föstudagskvöldinu en þar sem allur föstudagurinn fór í að kaupa dekk undir bílinn og skipta út vitlaust afgreiddum varahlutum að þá fór allt helv..... kvöldið í að setja nýju klossana og hanbremsu borðana í en bara til þess að hlusta svo á allt handbremsudraslið gefa sig þegar allt var komið saman

En ástæðan fyrir því að það gaf sig er sú að bakplöturnar sem að borðarnir eru festir á voru ryðgaðar í buff og hreinlega héldu engu

Þannig að hendbremsudótið var rifið úr, en lagt var af stað rétt eftir hádegi á laugardeginum og stefnan sett á Neistaflug. Ferðin gekk alveg áfallalaust fyrir austur með stoppum hér og þar en eitthvað vorum við nú seinir á ferðinni og komum akkúrat þegar ballið kláraðist

Fengum við nú hjálp við að tjalda frá ölvuðum neistara og var svo kveikt uppí gashitaranum og fengið sér þónokkra kalda með snakkinu

Lagt var síðan af stað þegar menn voru komnir í form til þess en stefnan var þar sett á Síldarævintýrið, eitthvernveginn mátti það ekki ganga vel en þegar við stoppuðum á Eskifyrði til þess að snæða morgunverð þá var eitthvað lítið af lofti í öðru afturdekkinu en þá hafði borskrúfa ratað í flotta dekkið

Þar sem ekki var til Tire weld á þessum bænum var sett meira loft í dekkið og brunað á Reyðarfjörð þar sem borðað var og splæst í tire weld en tekið skal fram að skottið var stappað af farangri þannig að undirritaður nennti BARA ekki að taka allt úr skottinu til þess að ná í aumingjan. Allt kom fyrir ekki þótt leiðbeiningunum hafi verið fylgt eftir og varð innrabrettið ásamt dágóðum vegspotta hvítt eftir froðuna

þannig að aumingjanum var skellt undir en með því fylgdist heil fjölskylda af miklum áhuga(mínus pabbinn sem var að þrífa bíl og vagn) og svo var brunað af stað alveg alla leið uppí 80 km/h.

En hraðinn var ca. 80 - 95 km/h mest alla leðina þangað til að nær fór að draga þá var ferðin aukin í beinu hlutfalli við óþolinmæði ökumannsins

Tjaldbúðunum var skellt upp í rokinu á áfangastað og skelltu menn sér á djammið og tóku run á meðan ökumaðurinn brotlenti á vindsænginni í tjaldinu sem er ekkert nema refsivert þegar svona mikið gengur á

En svo gekk ferðin til baka frá Sigló mjög vel fyrir sig í líka þessari bongó blíðu alla leiðina

En eftir ferðina var auminginn kallaður: Auminginn sem gat en heimferðin var keyrð frekar greitt enda var ökumaðurinn veel sofinn

(og kannski smá pirraður á rönn sögum.........)
Eftir þetta var ákveðið að þetta verður endurtekið næstu versló en þó í breyttri mynd og á kraftmeiri og rúmbetri bíl
