Komið þið sælir.
Ég ákvað að "debadge-a" 318i bílinn minn og vildi búa til tutorial sem hægt væri að leita til í framtíðinni. Ég veit að það er mikið um svona á netinu, en ég hef ekki séð þetta á íslensku áður.
Ferlið sjálft er frekar einfalt og ættu flestir að geta gert þetta, en það er ágætt fyrir þá sem vilja gera þetta en vita ekki hvernig eða þora þessu ekki. Ég vona bara að einhver hafi not af þessu. ^^,
Verkfæri sem notuð eru:
Hárblásari.
Nokkrar tuskur.
Bílamassi.
WD-40.
Tannþráður.
Debet/creditkort.
Bón.
(
ATH. að þið eruð að gera þetta á ykkar eigin ábyrgð)
1.
Byrjið á því að hita það merki sem á að fara af fyrst í u.þ.b. 10 sekúndur með hárblásaranum.
2.
Sprautið WD-40 á merkið og hafið tusku viðbúna svo að þetta leki ekki út um allt. (Gleymdi því sjálfur á fyrsta merkinu.

)
3.
Hitið merkið í aðrar 10 sekúndur. Nú ætti límið að vera orðið mjúkt.
4.
Takið ágæta lengju af tannþræði og byrjið að skafa merkið rólega af með honum. Merkið ætti brátt að losna (reynið að grípa það).
5.
Þegar merkið er dottið af ætti að vera límskán eftir. Notið kortið til að ýta við líminu, svo að þið getið kippt því af.
6.
Endurtakið skref 1 - 5 þar til öll merki eru komin af.
7.

Núna ætti mest af líminu að vera farið af. Ef ekki, notið þá kortið varlega til að ná restinni af. Passið að gera ekki of fast því það er ekki erfitt að rispa lakkið með þessu.
Skolið svæðið (síðan er fínt að nota bílasápu til að ná smá óhreinindum af).
Þurrkið svæðið vel.
Takið nú fram tusku (ég notaði sokk) og massið svæðið þar til að það sést ekki að þarna hafi verið merki áður.
8.
Nú er gott að bleyta svæðið þar sem merkin voru til að sjá ef eitthvað lím er eftir. Ef þið hafið ekki massað nógu vel, þá sjáið þið lakkið þar sem merkið var hrinda frá sér vatni (í mínu dæmi myndi ég sjá allt svæðið blautt nema þar sem merkið var).
9.
Þurrkið svæðið vel. Nú bónaði ég svæðið þar sem merkin voru áður.
Fyrir og Eftir

Takk fyrir og gangi ykkur vel!