bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 12. May 2025 11:00

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 13:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Nú er komið að 3. kvartmílukeppni sumarsins :D

Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni á hjólum og æfing á bílum hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending að keppni lokinni. (16-17)

Hægt er að skrá sig í hana á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 8997110 á milli 20 og 22 miðvikudagskvöldið 25. Júlí og fimmtudagskvöldið 26. Júlí og á æfingu á föstudagskvöldi..
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, tæki, símanúmer og flokkur sem keppa skal í.

Mail og einkapóstur er mikið þægilegra en sími.
Keppnisgjald er 2500 kr.

Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00 :wink:

Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.

Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.

Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.

Image


Last edited by ValliFudd on Thu 26. Jul 2007 21:40, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 13:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Hvaða flokkar koma til greina til að keppa í?

Erfitt að láta fylgja með í hvaða flokki maður ætlar að keppa þegar maður veit ekkert hvaða flokkar eru :D

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 13:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Nov 2005 13:10
Posts: 3836
Location: Vík í Mýrdal
Náðiru ekki 14.6 eitthvað?

Taktu þá þátt í 14.9 flokknum....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 13:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Steini B wrote:
Náðiru ekki 14.6 eitthvað?

Taktu þá þátt í 14.9 flokknum....


nei það væri þá 13.9 flokknum,
má ekki fara undir því þá.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Nov 2005 13:10
Posts: 3836
Location: Vík í Mýrdal
gstuning wrote:
Steini B wrote:
Náðiru ekki 14.6 eitthvað?

Taktu þá þátt í 14.9 flokknum....


nei það væri þá 13.9 flokknum,
má ekki fara undir því þá.

Ekki vera svona vitlaus Gunni...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
arnibjorn wrote:
Hvaða flokkar koma til greina til að keppa í?

Erfitt að láta fylgja með í hvaða flokki maður ætlar að keppa þegar maður veit ekkert hvaða flokkar eru :D

Allir flokkar bara :P

Baldur hjálpaði mér að útskýra þetta í stuttu máli ;)

Quote:
OF: Flokkur fyrir sérsmíðaða spyrnubíla sem að gefur þeim forskot sem hafa litlar vélar eða þunga bíla. meira

GT: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 og með samskonar vél og upprunalega en nánast allar tjúningar leyfðar, þó aðeins einn aflauki (túrbó, blásari, nítró) meira

GF: Flokkur fyrir götubíla, ótakmarkaðar tjúningar og vélarstærðir leyfðar meira

MC: Flokkur fyrir ameríska götubíla smíðaða fyrir 1985. Enginn aflauki leyfður og eingöngu venjuleg götudekk (engir götuslikkar) meira

RS: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 með 6 cylendra eða færri og má nota aflauka á vélum minni en 2350cc. meira

SE: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á götuslikkum. Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 515 kúbiktommur. meira

MS: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á litlum slikkum (28x9" hámark). Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 560 kúbiktommur. meira

Sekúnduflokkar: Flokkar fyrir götubíla sem keyra á svipuðum tíma, menn mega ekki fara undir þann tíma sem að flokkurinn er gerður fyrir.
14,90 - 13,90 - 12,90 - 11,90 - 10,90


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Steini B wrote:
gstuning wrote:
Steini B wrote:
Náðiru ekki 14.6 eitthvað?

Taktu þá þátt í 14.9 flokknum....


nei það væri þá 13.9 flokknum,
má ekki fara undir því þá.

Ekki vera svona vitlaus Gunni...


Sorry sucka ;)
Valli brings the pain

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
gstuning wrote:
Steini B wrote:
gstuning wrote:
Steini B wrote:
Náðiru ekki 14.6 eitthvað?

Taktu þá þátt í 14.9 flokknum....


nei það væri þá 13.9 flokknum,
má ekki fara undir því þá.

Ekki vera svona vitlaus Gunni...


Sorry sucka ;)
Valli brings the pain

:loser: :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:52 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Þetta er alveg ágætis pæling hjá Steina. Árni á ekki góða möguleika í 13,9 með besta tíma upp á 14,6. En ef hann slær aðeins af og reynir að ná sem næst 14,9 á hann ágætis séns í verðlaunasæti. :-)

Valli, hvað ef maður fer undir 14,9 ? Er maður úr leik eða bara ógilt run ala þjófstart? Eða má maður kannski ekki taka þátt í 14,9 ef maður á skráðan tíma undir 14,9 ?

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 14:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
iar wrote:
Þetta er alveg ágætis pæling hjá Steina. Árni á ekki góða möguleika í 13,9 með besta tíma upp á 14,6. En ef hann slær aðeins af og reynir að ná sem næst 14,9 á hann ágætis séns í verðlaunasæti. :-)

Valli, hvað ef maður fer undir 14,9 ? Er maður úr leik eða bara ógilt run ala þjófstart? Eða má maður kannski ekki taka þátt í 14,9 ef maður á skráðan tíma undir 14,9 ?

Ég hugsa að ég mundi frekar vilja taka þátt í 13.9 og ná eins góðum tíma og ég get en ekki ná verðlaunasæti heldur en að taka þátt í 14.9 og reyna að keyra hægar en ég á inni bara til að ná sæti! :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 15:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
arnibjorn wrote:
iar wrote:
Þetta er alveg ágætis pæling hjá Steina. Árni á ekki góða möguleika í 13,9 með besta tíma upp á 14,6. En ef hann slær aðeins af og reynir að ná sem næst 14,9 á hann ágætis séns í verðlaunasæti. :-)

Valli, hvað ef maður fer undir 14,9 ? Er maður úr leik eða bara ógilt run ala þjófstart? Eða má maður kannski ekki taka þátt í 14,9 ef maður á skráðan tíma undir 14,9 ?

Ég hugsa að ég mundi frekar vilja taka þátt í 13.9 og ná eins góðum tíma og ég get en ekki ná verðlaunasæti heldur en að taka þátt í 14.9 og reyna að keyra hægar en ég á inni bara til að ná sæti! :lol:

Þú hefur 2-3 ferðir á móti hverjum keppanda.. Ef þú ferð undir 14,90 í einni ferð tapaðirðu bara þeirri ferð.. en getur enn unnið.. átt 2 eftir.. fyrstur til að vinna 2 ferðir vinnur :P

Þetta er samt alveg gert.. Menn eru að slá af viljandi til að fara ekki undir tíma en það getur verið vafasamt.. Sérstaklega ef maður er að keppa á móti einhverjum sem er að keyra mjög nálægt 14,90.. Eins og daman mín.. Hún er komin niður í 14,8 svo hún er tæp.. Gæti farið undir óvart en gæti líka verið að ná 14,9x - 15,00 sem er mjög gott :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 15:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 01. Feb 2004 15:40
Posts: 36
Vildi bara benda á það að þeir sem hafa ekki keppt áður fá frítt í fyrstu keppni svo það er um að gera að nýta sér það :D

Núna skora ég á ykkur BMW menn að koma og keppa


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 15:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
3000gtvr4 wrote:
Vildi bara benda á það að þeir sem hafa ekki keppt áður fá frítt í fyrstu keppni svo það er um að gera að nýta sér það :D

Núna skora ég á ykkur BMW menn að koma og keppa

Hmm... athyglisvert :)

Kannski að maður reyni að mæta og keppa... ef maður verður ekki of þunnur! :D :drunk:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 15:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 04. Nov 2005 13:10
Posts: 3836
Location: Vík í Mýrdal
iar wrote:
Þetta er alveg ágætis pæling hjá Steina. Árni á ekki góða möguleika í 13,9 með besta tíma upp á 14,6. En ef hann slær aðeins af og reynir að ná sem næst 14,9 á hann ágætis séns í verðlaunasæti. :-)

Valli, hvað ef maður fer undir 14,9 ? Er maður úr leik eða bara ógilt run ala þjófstart? Eða má maður kannski ekki taka þátt í 14,9 ef maður á skráðan tíma undir 14,9 ?

Einmitt það sem ég var að meina, hann á MIKIÐ meiri möguleika á að vinna 14.9 flokkinn, hann þyrfti að vera helst undir 14.2 til þess að eiga séns í 13.9 flokk...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 24. Jul 2007 16:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
það er samt illa sorglegt að taka þátt í alltof littlum flokk og standa á bremsuni bara til að vinna.. og eyðileggja fyrir þeim sem eru virkilega að keppast við að ná þessum tímum,

13.90 er flokkurinn fyrir þennan bíl

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 40 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 26 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group