Jæja þá ætla ég að henda inn smá update-i hvað ég er búinn að vera að bralla með hann. í fyrsta lagi langar mig að byrja á að segja að ég hata svarta benza , því eithvað fíflið tókst að keyra aftan á mig meðan ég var inni að éta og keyra í burtu , og það eldri maður. Afturstuðarinn þarf sprautun útaf þessu , nóg um það. Það sem ég er búinn að gera fyrir bílinn er
Xenon , fyrst 8k svo nú 9k allt frá herr Svezel
4stk Stillanlegir koni demparar
Nýjir fram og aftur bremsudiskar , úr einhverju efni sem á að þola meiri hita
2sett af klossum , með kevlar þráðum í þannig að það á að skila meiri endingu
svo er ég á fullu að leita að M-tech gormum , eða stífari gormum
Er að fara að panta smokuð fram og afturljós , víst að eitt afturljósið er orðið brotið.
Svo ætla ég mér að reyna að gluða yfir hann í vetur , veit ekki með heilmálun , minnstaskosti mála alla fleti sem þurfa sprautun. Svo er ein spurning hvernig samlitun kæmi út ? En anyways thats it
