Búinn að vera að fara í gegnum myndir úr ferðinni. Ætlaði nú að
vera með "real time" trip report en það einhvernveginn var enginn
timi í það
Síðast þegar ég skrifaði var föstudagurinn 15. júní og við vorum
komin til Nurburg.
16. júní
Um morguninn var þetta útsýnið út um herbergisgluggann:
Skelltum okkur í morgunmat og síðan niður á braut. Vorum reyndar ekki
komin fyrr en um 10. Þeir hjá Tauber voru ekki mættir þannig að ég
fór bara og tók hringi á hvíta. Það var alveg slatti að gera og veðrið
var gott. Skömmu síðar létu Tauber menn sjá sig og fór ég með þeim
upp á Ringhaus til að koma Toyo dekkjagangnum í geymslu í skúrnum
hjá Frank (við hliðina á gírkassanum og drifinu mínu frá í fyrra

)
Meðan við vorum að ræða saman fyrir utan þá rennir Mr. Fart inn á planið.
Eftir að þeir Tauber menn höfðu skoðað vörubílabremsurnar á GT þá
upphófust miklar umræður um möguleg og ómöguleg vélasvöpp í græna
Fórum síðan aftur niður á braut til að keyra. Því miður var mikið um
slys þannig að brautin var mikið lokuð. Aðstæður voru hins vegar alveg
100%, heitt og þurrt. Kannski hafa menn bara verið of góðir með sig
og farið þess vegna of hratt í góða veðrinu.
Hér eru nokkrar af RNGTOY á ferðinni:
Myndirnar hér fyrir neðan sem Fart tók eru úr einni pásunni og var verið
að skoða sprungur í bremsudiskunum að framan í RNGTOY ásamt meiri
swap umræðum:
Við Lena fórum og fengum okkur að borða meðan brautin var lokuð
og þegar við komum til baka tókum við hring á bláa. Þetta átti að
vera rólegur hringur og var það alveg þar til að kom að Adenauer Forst
þá gat ég ekki stillt mig lengur.......
DSC OFF - skipt niður í annan og allt staðið þversum í gegn!!!
Lena var nú ekki alveg hress með þetta en ég var það hins vegar
(hitti seinna þessa gaura á Elise og þeir voru sáttir við drift æfingarnar

)
Þegar við komum aftur upp á bílastæði og búin að labba aðeins um þá
var Lena komin með nóg fyrir daginn og ég skutlaði henni upp á hótel.
Á þessum tíma var ég reyndar kominn með alveg slatta hausverk en
ákvað að láta ekki undan freistingunni um að beila upp á herbergi og
sofa hann úr mér.
Fór aftur niður á braut og fór á RNGTOY út á braut. Þar lentum við Fart
skömmu seinna í helvíti skemmtilegum hringjum með Thorleif þar sem
hann fór á undan og sýndi okkur hvaða línur á að taka:
Lærdómsríkir hringir
Ræddi eftirá heilmikið við Thorleif þar sem hann er eitthvað í að skipuleggja
námskeiðið sem ég fer í á hringnum í ágúst (
http://www.fahrerlehrgang.info/version_en.html).
Ég hef greinilega ekki verið alveg úti að skíta við að keyra á eftir honum því að hann spurði
mig hvort ég vildi fara í byrjendahóp eða framhaldshóp - ég mætti velja.
Ég ákvað að taka byrjendahóp - ætla að læra þetta almennilega frá grunni.
Fer síðan bara seinna í framhaldshóp.
RNGTOY stóð sig eins og hetja - fylgdist reglulega með olíu, etc. og leyfði
honum að kæla sig milli rönna. Það eina sem var að er að vökvi var að
koma út meðfram tappanum ofan á chargecoolernum. Við prufuðum að
skipta um tappa en það gerðist samt. Það sem er að gerast er að vatnið
er að hitna of mikið - ventillinn í tappanum hleypir út við 107°C. Það
þarf því að bæta kælinguna og væntanlega er bíllinn ekki að skila öllu
sínu þegar hann er orðinn vel heitur.
Seinnipartinn fór ég svo með þeim Tauber mönnum að horfa á við
Pflanzgarten. Horfðum þar á í dágóða stund áður en ég spurði Sebastian
hvort hann vildi koma einn hring með mér á RNGTOY. Það þurfti ekki
að spyrja hann tvisvar að því. Oliver varð eftir með videocameruna en
vinur þeirra Torsten á ///M litaða E30 M3 ákvað að taka rönn líka.
Hér eru video af því þegar við komum framhjá:
http://www.onno.is/thordur/almennt/Eurotour2007_2/160607_RNGTOY_Pflanzgarten.wmv
Skömmu seinna kom Torsten, svona dæmi um hvernig á ekki að koma inn í beygju

:
http://www.onno.is/thordur/almennt/Eurotour2007_2/Pflanzgarten_M3_Spin.wmv
Þetta var í lok dags þannig að við náðum ekki fleiri hringjum þennan daginn.
Eins og venjulega þá voru allskonar exotic græjur á hringnum og menn
sem fóru HRATT yfir. Þessi Porsche til dæmis var hrikalega hraður:
Svo var þarna Noble sem er alveg að virka - töff bílar líka:
En það var hins vegar eitt kvikindi þarna sem skyggði á allt annað.
Jaguar TWR XJ220 S - einn af 6 götulöglegum í heimi. Þetta er semsagt
sérútgáfa af XJ220 sem er nú alveg nógu sjaldgæfur.
Hér eru smá specs:
Make Jaguar TWR
Model 1995 XJ220 S
Powertrain Layout Mid Engine / RWD
Weight 1050 kg / 2313 lbs
Engine
Configuration Twin Turbocharged V6
Displacement 3498 cc / 213.3 cu in
Power 507.3 kw / 680.0 bhp @ 7200 rpm
Torque 968.2 nm / 714.0 ft lbs @ 5000 rpm
Transmission
Type 5-Speed Manual
Performance
Top Speed 228.6 mph / 368.0 kph
0 - 60 mph 3.3 seconds
http://www.supercars.net/cars/880.html
Hljóðið í þessum bíl er alveg ógurlegt.