Það er reyndar allt of langt síðan þessi keppni var og ein keppnishelgi liðin síðan þá, en hérna eru smá skot af hazarnum á Croft frá 3.júní síðastliðnum. Við náðum fyrsta sigrinum á tímabilinu þarna en þetta var svona súrt og sætt, Jason Plato sá til þess að okkar maður Colin Turkington náði ekki mörgum stigum eftir 1. keppnina, með vel tímasettu trukki í afturstuðarann! Tom náði hins vegar sínum besta árangri til þessa í keppni númer 3, eða 2. sæti.
Mega harður race driver að keyra 2ja manna skellinöðru!!
Þessi MG er bíllinn sem Colin Turkington keyrði í fyrra og lenti í 3. sæti á því tímabili.
Tom að fara yfir endalínuna í 2.sæti
Startið er alltaf mega gott hjá okkur, en það tekur okkur mun lengri tíma að ná góðum hita í dekkin en framdrifsbílarnir þannig að fyrstu hringirnir eru erfiðir.
Stemning á ráslínu og nóg af kjellingum... synda að RAC vilja ekki of glyðrulegan klæðnað...
Svona lagar maður Tintop racer, klósettpappírsrúlla og límband!
