Allt að gerast!
Ég fæ nýju sætin mín í vikunni.
Nýju felgurnar mínar fara í flug í dag frá USA, fæ þær vonandi sem fyrst.
Ég er búinn að fá alcantara gírskiptipoka og handbremsupoka, á eftir að setja þetta í. Pantaði mér nýjan gírhnúa í leiðinni ///M gírhnúi eins og var er í PF-266
Ég er búinn að finna mér leðruð hurðarspjöld, á bara eftir að ná í þau.
Svo er ég að vinna í því að redda mér heilu mælaborði, miðjustoknum þar sem gírstöngin er og miðjustokkinn fyrir aftan hann.
Svo ætla ég að panta mér svartar mottur í bílinn og vonandi svona ///M mottu í skottið eins og Alpina er með
Þegar sætin eru komin ætla ég að fara með þau til Auðuns bólstrara og láta hann kíkja á þetta. Athuga hvort að hann geti ekki gert eitthvað bracket og látið þetta passa í bílinn. Athuga líka hvort hann geti ekki komið nýju alcantara pokunum á sinn stað.
Svo er ég að spá í að láta hann klæða afturbekkinn í vínil eða einhveru svipuðu efni og framsætin eru úr...
Hvernig líst ykkur á það.. að klæða bara afturbekkin? Og væri ekki asnalegt að vera með leðurframsæti og alcantara afturbekk?
Segiði mér hvað ykkur finnst.. ég er ekki alveg með á hreinu hvað ég ætla að gera
