bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 19:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
 Post subject: Í virðingarskyni...
PostPosted: Fri 15. Nov 2002 10:56 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Sælir félagar.

Ég hitti um daginn Sveinbjörn (530IA E34) og við spjölluðum heillengi saman eins og við höfum þrisvar gert áður og prófuðum bílana hjá hvor öðrum.

Ég kynntist Sveinbirni í gegnum klúbbinn og það að hann er forfallinn BMW maður er mjög hrífandi og það er bara svo gaman að tala við einhvern sem er með enn meiri dellu en maður sjálfur - maður smitast svo auðveldlega.

Í samtali okkar kom í ljós að við könnuðumst við marga sömu mennina, meðal annars æskufélaga minn sem kom mér á bragðið sem aðdáandi BMW bifreiða.

Það er líka svo merkilegt hve þessi heimur er lítill. Viku eftir samtal okkar Sveinbjarnar þá bíður eftir mér póstur frá þessum æskuvini mínum en ég hafði ekki heyrt af honum nokkuð lengi þá. :D

Þá kemur í ljós að hann er að vinna í Köbenhavn og er nýbúin að kaupa sér BMW. Hann hefur nú alltaf verið smekkmaður á bíla og djarfur í vali og hefur hann eiginlega verið mér ákveðin fyrirmynd í þessum efnum, trendsetter ef svo mætti að orði komast. Ég hef nú kannski ekki áhuga á nákvæmlega sömu bílum en ég sá að það væri hægt að vera mun djarfari og sérstæðari í bílakaupum en landinn er.

Bíllinn sem hann keypti er ótrúlega fallegur appelsínugulur BMW 2002 1970 módel ef ég man rétt. Hann senti mér myndir af bílnum og hann er bara eins og nýr að innan sem utan. Það vill nú svo til að ég hef verið hrifinn af þessum bílum og fordæmi hans kveikti vel í mér og maður skoðar því núna af enn meiri ákafa eldri BMW bíla til innflutnings - en svo þarf maður að hafa samt einn auka svona til daglegs brúks.

Það sem kom mér upprunalega af stað í BMW dellunni var þegar pabbi hans og félagi hans fluttu inn BMW M3 E30 1987 árgerð til landsins. Það var þá fyrsti bíllinn sem hingað kom og þótti ógurlegasta tæki landsins. Ég held að þetta hafi líka verið dýrasti bíll sem hingað hafði komið, þetta var líklega um 1988-89 þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað þetta þótti merkilegur gripur enda þurfti tvo til að fjármagna þetta á þeim tímum þegar Cressida eða Crown þótti eðal bíll landans!

Á menntaskóla árunum var þessi félagi minn alltaf í einhverju bílastússi og eitt skipti keypti hann bílinn sem endanlega rak smiðshöggið á mig sem BMW sjúkling. Hann keypti þá að mig minnir að hafi verið 528 sirka 1980 módel, ljósblár bíll með dökkbláum leðursætum og þessi bíll leit ótrúlega vel út þrátt fyrir að eitt og annað þyrfti að laga eins og við þekkjum nú sjálfir.

Þetta varð til þess að ég féll fyrir BMW bílum og ákvað nú að prófa að keyra svona bíl, fór í umboðið og prófaði 520 og féll kylliflatur. Eftir það varð ekki aftur snúið.

Ég hef gert margar tilraunir til að eignast BMW fram til míns fyrsta bíls sem vill svo til að var ekkert smá stykki eða M5 eins og þið vitið, en það er minn fyrsti BMW - maður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Ég hef reyndar gert tilraunir til að kaupa E36 318, 320, 325, E30 M3, E39 520, 523 en alltaf hafa samningaumleitanir farið út um þúfur af einhverjum ástæðum.

Mig langaði því að segja ykkur frá því hvernig það atvikaðist að ég fékk BMW dellu og votta þessum vini mínum virðingu mína og þakklæti. Þakklætið er fyrir að synda á móti straumnum og kaupa bíla sem öðrum finnst út í hött, virðingu mína fær hann vegna þess að hann veit betur en almúginn og veit hvað hann er að kaupa!

Kveðja,
Ingvar

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Nov 2002 14:12 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
BMW fan for life me to.

Ég býst við því að þú póstir myndunum af 2002 inum og bjóðir frænda þínum hér á spjallsvæðið.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Nov 2002 14:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hann er reyndar æskufélagi, en ég gleymdi að láta það fylgja með að ég væri að reyna að koma honum í klúbbinn okkar góða... ekki amalegt að menn séu út um allan heim ´okkar merkilega klúbb!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group