Ég er kanski svolítið skrítinn en flottasti BMW landsins gæti jafnframt verið sá ófríðasti að mínu mati.
Z3 M-coupeinn finnst mér einn flottasti BMW landsins en jafnframt virkilega ófríður.
Onno er MEGA græja, og klárlega einn af flottustu BMW's landsins, samt finnst mér hann ekki fallegur.
E60M5 svarti er virkilega álitlegur bíll, þó mér finnist minn flottari en báðir í raun alls ekki fallegir (enda er ég lítið fyrir fallega bíla)
Z4 bíllinn hans Þrastar er virkilega fallegur bíll, ekki endilega mesta græjan en mjög vel til hafður bíll sem hefur fengið góða umönnun.
Silfraði M6 bíllinn finnst mér reyndar pínu fallegur, enda er það smá turnoff.
Held samt að ég komi til með að segja alltaf sexan hans Sæma. Mjög klassískt boddy, mjög vel uppgerður bill, mikil græja, hann hefur allt.
Mér finnst t.d. GT-inn minn afar ófríður, en það er partur af sjarmanum.