Þórir wrote:
Mér finnst þetta út í hött. Algerlega fáránlegt. Á íslandi er þriðjungur ökumanna sektaður árlega og ekkert breytist. Lausnin felst ekki í að sekta hærra eða meira. Þetta er ekki lausnin.
Athugið það að þetta er það sem við fáum frá þessum vitleysingjum í umferðarráði, þetta er eina svar þeirra við þeim djöfli sem þeir telja hraðakstur vera.
Ohhh, ég verð svo pirraður þegar ég hugsa um sektapólitík á Íslandi!

Það er til haugur af DATA sem sýnir alltaf það sama... eina leiðin til að draga úr hraðakstursbrotum er að hafa löggæsluna sýnilegri, fleiri löggur á götuna og eftirlit.
Harðari sektir virðast bara almennt gera mjög lítið.
Umferðarráð - það er náttúrulega skelfilegt að ekki sé reynt að horfa til skynsamlegri lausna á þessum vanda heldur alltaf farið beint í plástrana
Annað sambærilegt dæmi það eru hraðamyndavélarnar í UK. Tryggingafélögin þar eru núna að hætta að nota punktakerfi ökumanna sem viðmið fyrir tryggingar (færri punktar = lægri iðgjöld) því það eru allir með punkta og því er punktakerfið ómarktækt í dag! Fullt af venjulegu fólki sem í kerfum tryggingafélagana er skráð sem einhverjir ökunýðingar...
Þetta er augljóslega ekki að virka þetta system þar og afhverju ætti það þá að virka heima?