Steinark wrote:
Tvær spurningar með passport 8500 gaurinn
1. er voice á honum eða vælir hann bara með viðvaranir?
2. Er ekki hægt að programma hann á neinn hátt til að hætta að væla á ákveðnum stöðum eins og hægt er með 9500 gaurinn?
8500 er ekki með GPS eins og 9500, þ.a.l. er nú ekki hægt að koma í veg fyrir píp á ákveðnum stöðum.
Ég er með 9500, var með 8500 fyrr.
Mér sýnist menn almennt vera með á nótunum hvað svona tæki gerir. Bottom line... þetta gagnast vel ef verið er að mæla á undan þér aðra bíla með að skjóta á þá. Líka ef t.d. ein lögga er í bílnum með kveikt á radarnum stöðugt.
Þetta gagnast EKKI ef verið er að skjóta á þig prívat og persónulega, hvort sem það er með radar eða lazer. Þá ert þú grilluð brauðsneið.
Ég reyndar lenti í því einu sinni að vera á 140 og mætti löggunni, hún skaut á mig og ég snarhemlaði. Held hún hafi sleppt mér því hún hafi metið það svo að annað væri meira aðkallandi (tjaldvagn var í tætlum aðeins lengra). Samt er séns að radarvarinn hafi pípað fyrr en þeir gátu náð mér (var að koma yfir hól).
Þannig að maður verður að vera vel vakandi fyrir því að lenda ekki í súpunni, en þetta eru engan veginn tæki sem bjarga manni, bara hjálpa til. Það sem er gott við laserinn er að hann er ekki hægt að nota í gegnum rúður. Maður sér oft svoleiðis dæmi, helst mótorhjólalöggur 2 saman sem vinna með það. Borgar sig að horfa fram á veginn og skanna , það bjargar jafn oft eða oftar en radarvarinn! Svo hægi ég persónulega alltaf á mér ef ég er að mæta stökum bíl úr mikilli fjarlægð. Gef svo aftur í þegar ég sé að þetta er ekki lögga. Svo er um að gera að hægja á sér þegar maður fer yfir ljós með myndavélum. Þær mæla líka hraðann þegar myndavél er í kassanum. Ég bremsa alltaf niður þegar ég fer yfir svoleiðis gatnamót með kassa (þegar ég er yfir 70).
Annað. Það er rosalega freistandi að taka út allt K-bandið. Mér skilst að það séu eiginlega engir radarar eftir á K-bandinu, bara á Ka núna. Þá myndi maður losna við eiginlega öll fölsku signalin.
Annars er þetta block out signal dæmi snilld á 9500. Maður sér fyrir sér að í framtíðinni geti maður sett inn í hann "map" af svæðum þar sem búið er að "logga" öll signal og setja inn þekkta veiðistaði. Snilld
