bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 14:39

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 09:28 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Í fréttablaðinu í dag er innsent bréf frá einhverjum vitleysing sem vill að með lögboði verði sett takmörkun á hámarkshraða (90 kmh) í alla bíla.
Hanns egir að ef það megi verða til þess að bjarga einu mannslífi þá borgi það sig þrátt fyrir "gífurlegan" kostnað.

Þetta er hálfvitalegt og ekki hægt að sitja undir þessu því svona fær fólk ýmsar fáránlegar hugmyndir sem síðar er hrint í framkvæmd - svipað og að banna reykingar alfarið á veitingastöðum.

Ég ætla mér að skrifa stutt og hnitmiðað bréf og hvet alla sem að eru þokkalega máli farnir að gera það sama og senda á Fréttablaðið, DV og Morgunblaðið.

Það sem ég sé athugavert við þetta er eftirfarandi;

- Bíll er líka hættulegur á 30 kmh ef hann er ekki rétt notaður.
- Hámarkshraði er ekki allsstaðar 90 kmh, myndi þá vera í lagi ef fólk keyrði á 90 kmh þar sem hámarkshraði er 30 kmh? Ég myndi telja slíkt mun hættulegra en að keyra á 110 úti á landi, þyrfti þá ekki að setja takmörkun á mismunandi hraðasvæði í alla bíla.
- Ég er ekki sammála því að það sé þess virði fyrir eitt líf. Ég met frelsi mitt og annarra meira en svo að óhætt sé að fórna því fyrir eitt líf - kann að hljóma kaldhæðnislegt, en það er bara staðreynd að fólk deyr daglega við hina ýmsu iðju án þess að gripið sé til lagasetninga. Það er nefnilega eðlilegt að slys gerist og að fólk deyji.
- Mun gáfulegra væri að gera göturnar öruggari.
- Með því að banna nagladekk væri hægt að koma í veg fyrir hundruðir sýktra af lungnasjúkdómum sem síðar dregur þá til dauða, þetta væri mun áhrifaríkara.
- Gáfulegt væri að koma hér upp aðstöðu fyrir ökukennslu og akstursþjálfun þar sem fólk getur líka fengið að leika sér að þessum skemmtilegu leiktækjum í öryggi og án þess að öðrum stafi hætta af.
- Það er ósannað að lækkaður hámarkshraði dragi úr slysahættu, þvert á móti eykur hann slysahættu en dregur úr alvarleika þeirra. Þetta hefur komið í ljós í Bretlandi en þar er sennilega "versta" umferðareftirlit í heimi.
- Bílar eru samgöngutæki. Það er hreinlega ekki hægt að fara í svona aðgerðir nema bjóða uppá aðra samgöngumöguleika en þeir eru ekki í boði hér heima. Ég geng t.d. eða hjóla sjálfur frekar en að nota strætó en augljóslega get ég ekki hjólað eða gengið allt. Það væri nefnilega augljóst að það væri engin akkur í því að eiga bíl ef maður getur ekki notið hans.
- Ef á annað borð ætti að takmarka öll farartæki við 90 kmh væri nær að takmarka bílasölu hér heima bara við eina gerð af bíl með innbyggðu krúsi. Þá þyrfti engin að vera öðruvísi en hinir.
- Hvernig ætti lögregla og sjúkralið að komast leiðar sinnar um fimmleitið á föstudegi þegar umferð er öll á sama hraða á öllum akreinum bæjarins.

Þetta er bara það fyrsta sem mér dettur í hug og það er svo margt annað að ég hreinlega kemst ekki yfir það.

það er aumt þjóðfélag sem ekki getur hugsað sér vegabætur en leggur heldur til að setja lög þess efnis að fólk geti ekki brotið lög um hámarkshraða. Ég geri ráð fyrir að eina jákvæða afleiðingin yrði að lög um hámarkshraða yrðu afnumin fyrst engin getur farið hraðar - eða hvað.

Hér deyja 10 útigangsmenn árlega, veikt fólk sem fær ekki ummönnun eða hjálp sem skyldi. Hér eru biðlistar fyrir alvarlega veikt fólk, börn og gamalt fólk. Hér eru heilu hóparnir ræktaðir af glæpamönnum og dópistum. Og svo dirfist einhver að leggja til að setja allt í landinu á annan endan í þeirri von að það bjargi einu mannslífi!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 09:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 10:39
Posts: 946
Location: milf hunting
ég verð nú að segja að þú ert nú nett ritfær sýnist mér,,,,go for it

_________________
e46 320td 02
e21 335I


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 09:46 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég skelli mér í það í kvöld!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 10:05 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Já, þaggaðu niðrí þessu vitleysingi!

Mér langar líka alltaf að skrifa skothelda grein um skaðsemi nagladekkja, kemst bara aldrei í það. Gerði einhverja grein í skólanum einhverntímann, en hún var ekki alveg nógu góð...reyni það einhverntímann :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 10:11 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Lestu bara greinina yfir og sendu hana svo!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 13:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Þú hefur yndislega gaman af rökræðum bebecar, og ég ætla að leyfa þér að njóta þess.
Ég er nefnilega mjög ósammála þér.

Ekki misskilja mig, mér finnst sú aðgerð að limita alla bíla við 90 km/h hraða algjörlega fáranleg, en mér finnst rökin þín hreint ekki góð.



Fréttablaðið wrote:
Í fréttablaðinu í dag er innsent bréf frá einhverjum vitleysing sem vill að með lögboði verði sett takmörkun á hámarkshraða (90 kmh) í alla bíla.
Hanns egir að ef það megi verða til þess að bjarga einu mannslífi þá borgi það sig þrátt fyrir "gífurlegan" kostnað.


bebecar wrote:
svipað og að banna reykingar alfarið á veitingastöðum.

Ég, sem er ekki reykingamaður, er hlynntur þessu banni. Enn hef ég ekki komið inn á veitingastastað þar sem að "reykingahorn" var nógu aðskilið frá non-reykingahorni til þess að enginn reykur bærist á milli. Og á meðan aðstæðurnar eru þær, þá finnst mér þetta gott bann. Ég vill ekki finna reykingalykt á meðan ég borða Heavy-Special-inn minn á American Style.

bebecar wrote:
- Bíll er líka hættulegur á 30 kmh ef hann er ekki rétt notaður.

Auðvitað eru bílar alltaf hættulegir, þeir eru það sama á hvaða hraða þeir eru. En það gefur augaleið að þeir eru minna hættulegir ef þeir komast ekki jafn hratt.

bebecar wrote:
- Hámarkshraði er ekki allsstaðar 90 kmh, myndi þá vera í lagi ef fólk keyrði á 90 kmh þar sem hámarkshraði er 30 kmh?

Hvernig dettur þér það í hug?
Helduru að þeir myndu hætta öllum hraðatakmörkunum allsstaðar ef að fólk kæmist ekki hraðar en 90?
Nei, hreint ekki. Kannski ef að fólk kæmist ekki hraðar en 15.

bebecar wrote:
Ég myndi telja slíkt mun hættulegra en að keyra á 110 úti á landi, þyrfti þá ekki að setja takmörkun á mismunandi hraðasvæði í alla bíla.

Þetta er bara rugl.

bebecar wrote:
- Ég er ekki sammála því að það sé þess virði fyrir eitt líf. Ég met frelsi mitt og annarra meira en svo að óhætt sé að fórna því fyrir eitt líf - kann að hljóma kaldhæðnislegt, en það er bara staðreynd að fólk deyr daglega við hina ýmsu iðju án þess að gripið sé til lagasetninga. Það er nefnilega eðlilegt að slys gerist og að fólk deyji.

Það er þín skoðun og þú átt á rétt á henni.

bebecar wrote:
- Mun gáfulegra væri að gera göturnar öruggari.
- Með því að banna nagladekk væri hægt að koma í veg fyrir hundruðir sýktra af lungnasjúkdómum sem síðar dregur þá til dauða, þetta væri mun áhrifaríkara.
- Gáfulegt væri að koma hér upp aðstöðu fyrir ökukennslu og akstursþjálfun þar sem fólk getur líka fengið að leika sér að þessum skemmtilegu leiktækjum í öryggi og án þess að öðrum stafi hætta af.

Allt saman rétt.

bebecar wrote:
- Bílar eru samgöngutæki. Það er hreinlega ekki hægt að fara í svona aðgerðir nema bjóða uppá aðra samgöngumöguleika en þeir eru ekki í boði hér heima. Ég geng t.d. eða hjóla sjálfur frekar en að nota strætó en augljóslega get ég ekki hjólað eða gengið allt. Það væri nefnilega augljóst að það væri engin akkur í því að eiga bíl ef maður getur ekki notið hans.

Til að orða þetta betur. Þér finnst semsagt ekki tilgangur í að eiga bíl ef að þú getur ekki lengur brotið hraðatakmarkanir?

bebecar wrote:
- Ef á annað borð ætti að takmarka öll farartæki við 90 kmh væri nær að takmarka bílasölu hér heima bara við eina gerð af bíl með innbyggðu krúsi. Þá þyrfti engin að vera öðruvísi en hinir.

Ég skil ekki hvernig "allir að vera eins" hefur nokkuð að gera með málið.

bebecar wrote:
- Hvernig ætti lögregla og sjúkralið að komast leiðar sinnar um fimmleitið á föstudegi þegar umferð er öll á sama hraða á öllum akreinum bæjarins.

Ég efast um að allir keyri alltaf akkúrat á 90km/hraða þó svo að það sé mesti hraði sem það geti keyrt á. Keyra allir núna á þeim hámarkshraða sem er mögulegur í bílnum þeirra?

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 13:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Þó svo að mér finndist það hræðilegt að setja 90 km hraðatakmörkun á alla bíla, en það mælir ekkert gegn því af því að það á ekkert að fara hraðar en það, þannig er það bara.
Síðan er ég algjörlega hlynntur því að banna reykingar á öllum veitingastöðum, af hverju eigum við sem reykjum ekki að þurfa að borða í reyknum frá reykingar fólki. Hvernig finndist reykingarfólki það að allir væru síprumpandi á "prumpusvæðinu" sem er næsta borð fyrir hliðiná?

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég er algjörlega sammála Bebecar í þessu.
Og hvernig er það, á þá bara að banna öll mótorsport með götubílum?
Gaman í kvartmílu þegar maður kemst ekki hraðar en 90!

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:03 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Það má ekki misskilja, við bjahja erum örugglega hvorugur hlynntir því að gera þetta.
Við erum bara að segja að það er ekkert sem mælir gegn þessu, þar sem það einfaldlega á enginn að þurfa að keyra hraðar en hraðasti hámarkshraði á landinu.

Og Djofullinn, ég held að mótorsport ætti nú að geta fengið undanþágur, það eru nú þegar til sérstök leyfi fyrir rallíbíla, þar sem þeir eru ekki "street legal"..

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:06 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Já, ég hef gaman af rökræðum. Fyrst og fremst er þetta þó spurning um að berjast fyrir því sem ég tel rétt og skynsamlegt. Ég hef gaman af heimspekilegum þönkum.

Ég reyki ekki sjálfur. En ég einfaldlega forðast þá veitingastaði sem er of mikill reykur á. Ég hef reyndar margsinnis komið á vetingastað þar sem hægt er að borða á reyklausu svæði án truflunar. Ég sé ekki að minn réttur til meiri en þeirra sem reykja. Ef hinsvegar ég lendi á veitingastað þar sem blöndun er óásættanleg þá er ég með símanúmerið hjá heilbrigðiseftirlitinu í símanum og hringi bara og kvarta (S:5883022).
Ég tel glórulaust að meina öllu því góða fólki sem reyki að reykja á afmörkuðum svæðum... mér finnst þetta komið út í öfgar og minnir á ofsóknir á fólki.

Ég tók skýrt fram að bíllinn væri minna hættulegur á minni hraða en minntist jafnframt á að á minni hraða væri ökumaðurinn ekki eins vakandi og því hættulegri sjálfur.

þegar ég var að tala um 90 kmh á 30 kmh svæði þá átti ég við að ef hraði bifreiðar er takmarkaður við 90 kmh þá er samt hægt að keyra á þreföldum hámarkshraða á 30 kmh svæði - því spyr ég og hér er bara verið að leiða af tillögunni hvort það sé þá skyndilega í lagi, ef það er það ekki þá þyrfti að sjálfsögðu að takmarka bíla við 30 kmh á 30 kmh svæðum o.s.frv. Ég átti ekki við að allsstaðar yrði ekið á 90 kmh enda væri það fáránlegt.



Quote:
bebecar skrifaði:
Ég myndi telja slíkt mun hættulegra en að keyra á 110 úti á landi, þyrfti þá ekki að setja takmörkun á mismunandi hraðasvæði í alla bíla.

Þetta er bara rugl.
Ég skil ekki alveg þessi rök þín.

Án þess að ég sé að fletta því upp þá vil ég meina að það sé ekki mikið hættulegra að aka á 110 kmh úti á landi við góðar aðstæður heldur en að aka á t.d. 50 á kringlumýrarbrautinni.

Já, það er reyndar ekki bara mín skoðun að dauði sé eðlilegur hluti af lífsskeiði manns. Án dauða er ekkert líf - og líf án áhættu er ekki þess virði að lifa því.

Mér finnst ekki lengur tilgangur í að eiga bíl ef ég get ekki keyrt hann á þann máta sem ég tel skynsamlegan og skemmtilegan. Bíllinn minn er líka leiktæki. Ef hann er á autopilot allan daginn, tilhvers á ég þá að vera að keyra? Það er bara ekkert gaman og ég gæti þá alveg eins tekið strætó eða lest.

Það að hafa alla eins snertir málið á þann hátt að verið er að setja takmarkanir á alla og mun skynsamlegra væri að hafa bara alla á eins bílum í stað þess að eyða peningum í óþarfa performance á bílum sem hvort eð er fylgja ákveðnum hraðatakmörkunum - þetta er svona strætó syndrom.

Nei, það keyra ekki allir á hámarkshraða af augljósum ástæðum og þetta finnst mér léleg rök hjá þér. Ef að allir væru með sama hámarkshraða 90 kmh er afskaplega líklegt að á umferðaræðum borgarinnu væru allir á sirka sama hraða - það myndi ekki gefa hið minnsta svigrúm til framúraksturs og engin ástæða til annars en að fólki raði sér á allar akreinar í biðröð þar sem þær færu allar jafn hratt. Það vita það líka allir að þú ferð ekki frammúr bíl á öruggan hátt nema að auka ferðina nokkuð mikið við framúrakstur - ef allir væru á 70 kmh og ég gæti farið uppí 90 þá myndi það ekki duga mér til framúraksturs.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
bebecar wrote:
arnib wrote:
bebecar skrifaði:
Ég myndi telja slíkt mun hættulegra en að keyra á 110 úti á landi, þyrfti þá ekki að setja takmörkun á mismunandi hraðasvæði í alla bíla.

Þetta er bara rugl.
Ég skil ekki alveg þessi rök þín.


Það er satt, enda ekki rök beint.
Þín skrif virðast bara alltaf miða við að það sé í lagi að keyra hraðar heldur en hámarkshraði. Það er ekki í lagi. Ég er ekki að segja að ég
geri það ekki sjálfur, en þegar þú ert að mótmæla því að eitthvað verði gert að lögum þá verðuru að nota rök sem miða við lög.

Þú hefur ekki það frelsi að keyra eins hratt og þú vilt fyrir, þannig að það er engin svipting í þessu. Ef að hámarkshraði væri ótakmarkaður, en verið að fara að setja 90 km/h hámarkshraði í alla bíla, þá væri verið að svipta þig einhverju frelsi.



bebecar wrote:
Ef hann er á autopilot allan daginn, tilhvers á ég þá að vera að keyra? Það er bara ekkert gaman og ég gæti þá alveg eins tekið strætó eða lest.

Það er þitt val, en ég er engan veginn sammála því að segja að bíllinn þinn sé á "autopilot" við það að þú megir ekki fara yfir löglegan hámarkshraða. Þú ættir ekki að gera það hvort eð er.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:19 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er ekki sammála því að það mæli ekkert gegn þessu vegna þess að það á ekki að þurfa að keyra hraðar en 90 kmh á landinu.

Það er bara ekki staðreynd og ástæðulaust að stinga hausnum í sandinn.

það er bara staðreynd að fólk ekur á 100-110 úti á landi og stundum hraðar. það er staðreynd að fólk ekur á 90 kmh í Ártúnsbrekkunni.

Það er staðreynd að maður ekur hraðar á auðum vegi við fullkomnar aðstæður á bjartri sumarnótt en 90 kmh....

Það að eitthvað sé í lögum gerir það ekki rétt.

Þegar þorri landsmanna fer ekki eftir lögunum þá mætti alveg eins telja þau ólög.

Það voru talin upp mörg rök sem mæla gegn þessu, vitandi það að það er ólöglegt að aka hraðar en 90 kmh. Hægt er að nefna frammúrakstur, neyðarakstur, forgangsakstur og ekki síður er hægt að nefna það að svona nokkuð væri glórulaust nema að hafa takmarkanir í samræmi við mismunandi hraðasvæði. Það voru líka færð rök fyrir því að þegar fólk er ekki með hugann við aksturinn þá eru meiri líkur á slysum - það er alveg pottþétt mál að það myndi gerast ef allir bílar væru á autopilot allan daginn.

Það er því hellingur sem mælir á móti þessu - en bara eitt sem mælir með þessu og það er fækkun alvarlegra slysa og dauðaslysa á þjóðvegum. Það er hinsvegar mun gáfulegra að sporna við því með betri ökukennslu, þjálfun og koma upp aðstöðu þar sem fólk getur leikið sér löglega. Það getur varla nokkur maður sagt að það sé ekki meiri skynsemi að fara þá leiðina!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:28 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það er bara ekki það sama sem maður á að gera og það sem maður gerir - það er alveg augljóst.

Það er svipting falin í þessu þar sem verið er að takmarka möguleika ökutækisins. Ég fyrir mína parta sé mikið öryggi í afli og hraða.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Frammúrakstur eru einu rökin sem meika sens fyrir mér.
Já, við lítum á bílana okkar sem leiktæki, en það er nákvæmlega það sem ríkið og allmenningur flestur vill koma í veg fyrir, ekki góð rök.
En það er eins og ég sagði, það á ALDREI að keyra yfir 90 kmh á Íslandi, svona búnaður væri bara að framfylgja lögum. Síðan hefur líka verið talað um gps búnað í bílum sem takmarkar hraða bíls meðað við hámarkshraða á hverri götu fyrir sig. En eins og er, er það ekki raunhæft. Þannig að 90 kmh hámark væri eðlilegt fyrsta skref.
Þó svo að mér finnist þetta meika sens, þá væri það hræðilegt ef þessi lög væru tekin í gildi.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 19. Aug 2003 14:30 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Og hvernig á fólk að halda athygli við aksturinn ef það er ekki að aka sjálf og þarf ekki að gera neitt nema stýra? Ég held það sé augljóst að það að keyra eftir beinum veg á sama hraða í 2 tíma er afskaplega þreytandi - örugglega mun meira þreytandi en að keyra eftir hlykkjóttum veg á hraða frá 50 og uppí 120 t.d.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group