Þú hefur yndislega gaman af rökræðum bebecar, og ég ætla að leyfa þér að njóta þess.
Ég er nefnilega mjög ósammála þér.
Ekki misskilja mig, mér finnst sú aðgerð að limita alla bíla við 90 km/h hraða algjörlega fáranleg, en mér finnst rökin þín hreint ekki góð.
Fréttablaðið wrote:
Í fréttablaðinu í dag er innsent bréf frá einhverjum vitleysing sem vill að með lögboði verði sett takmörkun á hámarkshraða (90 kmh) í alla bíla.
Hanns egir að ef það megi verða til þess að bjarga einu mannslífi þá borgi það sig þrátt fyrir "gífurlegan" kostnað.
bebecar wrote:
svipað og að banna reykingar alfarið á veitingastöðum.
Ég, sem er ekki reykingamaður, er hlynntur þessu banni. Enn hef ég ekki komið inn á veitingastastað þar sem að "reykingahorn" var nógu aðskilið frá non-reykingahorni til þess að enginn reykur bærist á milli. Og á meðan aðstæðurnar eru þær, þá finnst mér þetta gott bann. Ég vill ekki finna reykingalykt á meðan ég borða Heavy-Special-inn minn á American Style.
bebecar wrote:
- Bíll er líka hættulegur á 30 kmh ef hann er ekki rétt notaður.
Auðvitað eru bílar alltaf hættulegir, þeir eru það sama á hvaða hraða þeir eru. En það gefur augaleið að þeir eru minna hættulegir ef þeir komast ekki jafn hratt.
bebecar wrote:
- Hámarkshraði er ekki allsstaðar 90 kmh, myndi þá vera í lagi ef fólk keyrði á 90 kmh þar sem hámarkshraði er 30 kmh?
Hvernig dettur þér það í hug?
Helduru að þeir myndu hætta öllum hraðatakmörkunum allsstaðar ef að fólk kæmist ekki hraðar en 90?
Nei, hreint ekki. Kannski ef að fólk kæmist ekki hraðar en 15.
bebecar wrote:
Ég myndi telja slíkt mun hættulegra en að keyra á 110 úti á landi, þyrfti þá ekki að setja takmörkun á mismunandi hraðasvæði í alla bíla.
Þetta er bara rugl.
bebecar wrote:
- Ég er ekki sammála því að það sé þess virði fyrir eitt líf. Ég met frelsi mitt og annarra meira en svo að óhætt sé að fórna því fyrir eitt líf - kann að hljóma kaldhæðnislegt, en það er bara staðreynd að fólk deyr daglega við hina ýmsu iðju án þess að gripið sé til lagasetninga. Það er nefnilega eðlilegt að slys gerist og að fólk deyji.
Það er þín skoðun og þú átt á rétt á henni.
bebecar wrote:
- Mun gáfulegra væri að gera göturnar öruggari.
- Með því að banna nagladekk væri hægt að koma í veg fyrir hundruðir sýktra af lungnasjúkdómum sem síðar dregur þá til dauða, þetta væri mun áhrifaríkara.
- Gáfulegt væri að koma hér upp aðstöðu fyrir ökukennslu og akstursþjálfun þar sem fólk getur líka fengið að leika sér að þessum skemmtilegu leiktækjum í öryggi og án þess að öðrum stafi hætta af.
Allt saman rétt.
bebecar wrote:
- Bílar eru samgöngutæki. Það er hreinlega ekki hægt að fara í svona aðgerðir nema bjóða uppá aðra samgöngumöguleika en þeir eru ekki í boði hér heima. Ég geng t.d. eða hjóla sjálfur frekar en að nota strætó en augljóslega get ég ekki hjólað eða gengið allt. Það væri nefnilega augljóst að það væri engin akkur í því að eiga bíl ef maður getur ekki notið hans.
Til að orða þetta betur. Þér finnst semsagt ekki tilgangur í að eiga bíl ef að þú getur ekki lengur brotið hraðatakmarkanir?
bebecar wrote:
- Ef á annað borð ætti að takmarka öll farartæki við 90 kmh væri nær að takmarka bílasölu hér heima bara við eina gerð af bíl með innbyggðu krúsi. Þá þyrfti engin að vera öðruvísi en hinir.
Ég skil ekki hvernig "allir að vera eins" hefur nokkuð að gera með málið.
bebecar wrote:
- Hvernig ætti lögregla og sjúkralið að komast leiðar sinnar um fimmleitið á föstudegi þegar umferð er öll á sama hraða á öllum akreinum bæjarins.
Ég efast um að allir keyri alltaf akkúrat á 90km/hraða þó svo að það sé mesti hraði sem það geti keyrt á. Keyra allir núna á þeim hámarkshraða sem er mögulegur í bílnum þeirra?