Mínir BMW-ar hafa verið til friðs. Sá fyrsti var alltaf í lagi og í góðu standi. Svo seldi ég hann og honum fór versnandi en hélst samt alltaf gangfær og ökufær bara ekki eins þægilegur og þegar ég átti hann fyrt.
Annan bimman keypti ég undir þeim forsendum að það var eitthvað bilað í vélinni því hún brenndi svakalega olíunni og fór stundum ekki í gang. Gangvesenið var svo tæring í vír í bensíndæluna. Lagaðist þegar ég klippti á hann og lóðaði annan í staðinn. Svo reyndi ég að skipta um vél en útaf vankunnáttu þá klúðraði ég því all svakalega og seldi hann ógangfæran.
Sá þriðji hafði fengið slæmt viðhald á undan en samt var alveg merkilega lítið að honum. Kostaði samt verulega mikið að gera við það litla sem var að.
Sá fjórði var búinn að fá hræðilegt viðhald og allt sem var hægt að fúska í var búið að fúska. T.d. þá fer bíllinn ekki í gang nema einhver ljótur græjukapall er tengdur í húddinu. Hann er sæmilegur núna en til að fá hann í ásættanlegt BMW stand þá þarf að henda frekar miklum pening í hann!
Svo ég er búinn að læra það að ef bimmar fá gott viðhald þá haldast þeir í topp standi, alveg eins og aðrir bílar
En ef þeir fá ekki gott viðhald, þá þarf maður að hafa djúpa vasa til að koma þeim í topp stand og það er bara ekki alltaf þess virði.