jon mar wrote:
Það hefur nú mátt lesa úr skrifum Sveinbjörns um nokkurn skeið að hann er alfarið á móti því að menn séu að dunda sér í gömlum BMW bifreiðum. Hann vill að menn læri af hans reynslu þar sem hann hefur fetað þessa leið.
En hvað er gaman við að taka mark á slíku
En drengir(lesist stúlkur), þetta eru hræódýr hestöfl, ég held ég geti verið nokkuð viss um að allir 170 hestarnir séu þarna. Það var lygilegt hvað þessi motor var skemmtilegur. Meina það fylgir allt sem skiptir máli til að swappa þessu í I bíl, þannig þetta er bara verkefni sem þarf að leysa á eldsnöggan hátt og fara svo út og spóla........
Hvort eru menn eða mýs á kraftinum?
Takk,
Fyrir þá sem ekki vita er Jón Mar seinasti eigandi af bílnum sem er verið að rífa og sá sem notaði hann seinast...
Minni á að 325
i kassi fylgir með og drifskapt úr sama bíl. Það þýðir að ekki þarf að möndla með að lengja/stytta drifskapt því þetta smellur beint í. Kassinn er auk þess með skipti úr Z3 (=short shifter) samkvæmt þeim sem seldi mér þetta.
Það eina sem þarf þá að leysa er það að pannan í þessum bíl er öðruvísi í laginu og blokkin öðruvísi (vélarfestingar ekki á sama stað t.d.). Þetta hefur verið leyst með því að setja i pönnu neðan á mótorinn og fiffa svo til olíukvarðan. Það sem ég ætlaði að gera var að nota vélarbitan úr IX bílnum. Setja hann í i bílinn og þá ætti vélin að smella
svo til vandræðalaust í.
Komið og kaupið. Á erfitt með að klára að rífa bílinn nema vélin og tilheyrandi fari fyrst.