Þórir wrote:
Sæll.
Er þetta M20? Ég lenti tvisvar í því með minn gamla M20b20 að hann fór ekki í gang, ég skipti þá um sveifarásskynjara en lenti einu sinni enn í þessu. Þá var startaðist bara út af honum einstaka sinnum var eins og hann tæki aðeins við sér en svo bara fór hann ekkert í gang.
Hjá mér var nóg að bíða, beið í hálfan dag og síðan rauk hann í gang, það var bara eins og maður hafi bleytt kertin aðeins og það var nóg til þess að hann harðneitaði að fara í gang.
Ég myndi kippa úr honum kertunum og skoða þau, ef hvort þau eru olíu- eða bensín blaut, það getur verið mjög svipað útlits og þá er bara að lykta af kertunum, þá veistu alveg hvort er.
Ef kertin eru blaut myndi ég strax kaupa ný, kerti sem hafa blotnað verða aldrei jafngóð og ný, og skella nýjum kertum í, fá síðan start og passa mig á að reyna að fá hann strax í gang og hægt er, ekkert leyfa honum að hökkta neitt bara reyna að ná honum strax á smá snúning til að halda honum í gangi.
Etv. hjálpar þetta ekkert, en ég gerði þetta svona og gamli fór alltaf í gang þó það tæki etv. smá vesen.
Kveðja
Þórir
takk fyrir ráðið... þau voru já blaut... og ég hef núna keyrt hann frekar lengi og svo drap ég á honum og prófaði að starta og hann rauk í gang.

en já hann er of ríkur og ég þarf að prófa fyrst að taka tölvukubbinn úr og sjá eikkern mun.