Kominn tími til að sýna ykkur nýjasta gripinn. Þessi bíll kom með skipi á þriðjudag fyrir viku. Var síðan leystur úr tolli síðasta föstudag:
BMW 530d Touring
Sapphire Black Metallic
M Sportpaket
2/2003
Hér er svo COPY/PASTE svona af þessu helsta í búnaðinum:
201 RAPE METHYL ESTER VERSION (RME)
210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC)
216 SERVOTRONIC
227 SP/SUSPENSION W SELF-LEVELING SUSPENSION
249 MULTI-FUNCTION FOR STEERING WHEEL
261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS
302 ALARM SYSTEM
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
337 M SPORTS PACKAGE
339 SATIN CHROME
352 DOUBLE GLAZING
354 GREEN STRIPE WINDSCREEN
386 ROOF RAIL
403 GLAS ROOF, ELECTRIC
423 FLOOR MATS, VELOUR
428 WARNING TRIANGLE
430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
434 INTERIOR TRIM
441 SMOKERS PACKAGE
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W MEMORY F DRIVER
481 SPORT SEATS F DRIVER/FRONT PASSENGER
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
521 RAIN SENSOR
522 XENON LIGHT
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
536 AUXILIARY HEATING
601 TV FUNCTION
609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL
620 VOICE INPUT SYSTEM
644 PREP. FOR. MOB. PH. BLUET. INTERF.
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
677 HIFI SYSTEM PROFESSIONAL
710 M LEATHER STEERING WHEEL
715 M AERODYNAMICS PACKAGE
775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE
785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS
788 M LT/ALY WHEELS
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
970 BUISNESS PACKAGE
202 STEPTRONIC
470 CHILD SEAT ISOFIX ATTACHMENT
520 FOGLIGHTS
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING
851 LANGUAGE VERSION GERMAN
220 SELF-LEVELING SUSPENSION
431 INTERIOR RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
473 ARMREST, FRONT
555 ON-BOARD COMPUTER
Ég hafði samband við Georg (Uranus) í mars til að fá hans hjálp við að sækja bíl. Það hafa margir bílar verið skoðaðir og oft misstum við af bílum sem seldust rétt áður en Georg hafði samband út. En biðin hefur borgað sig. Þessi bíll er eins og tölvugerð mynd af því hvernig bíl mig langaði í.
Það voru nokkur atriði sem voru nánast skilyrði:
Sjálfskiptur, rafmagn í sætum m/minni, M-Aerodynamic, glertopplúga, gott hljóðkerfi, leður, dökk innrétting, TV/Navi 16:9 og allt fleira var vel þegið
Þessi bíll er chiptuned af AC Schnitzer og er 218 hestöfl og togar 480Nm. Aflið er MJÖG skemmtilegt í bílnum. Hann er keyrður 121.000km og er að sjálfsögðu óaðfinnanlegur í akstri.
Það gekk eitthvað illa að UP-loada myndum sem ég var búinn að taka en nokkrar komu þó í gegn en engin af innréttingunni þó. Það er svört leður innrétting með ál-lista. Sport sæti með rafmagni og minni og M-leður stýri. Svo eru M-listar í hurðarfölsunum. Toppurinn að innan í bílnum er Individual, þ.e.a.s anthrazit svart. Kemur mjög vel út.
Bíllinn er með DigitalSoundPaket þó að einhverja hluta vegna það komi ekki fram í "fæðingarvottorðinu". Það eru 10 hátalarar sem gefa frábæran hljóm og einhverjum "effecta" pakka sem er í raun algjörlega ónauðsynlegur að mínu mati. En DSP í samspili við auka-hljóðeinangrunina sem tvöfalt gler gefur er stórkostlegt þegar verið er að krúsa úti á þjóðvegum með góða tónlist. Ekkert nema vegurinn framundan og tónlist í samspili við frábæra fjöðrun og aksturseiginleika.
Lakkið er auðvitað eins og nýtt enda ekki mjög gamall bíll. Það eru auðvitað nokkrar litlar rispur á honum. Þær voru samt allar merktar með appelsínugulum límmiðum af BMW-umboðinu sem hann var keyptur af. Það var mjög gaman líka hvað bíllinn var hreinn og góður þegar ég fékk hann. Greinilega nýbónaður og allur eins og nýr að innan og utan og öllum fölsum og hvar sem maður leitaði.
Georg á mikið hrós skilið fyrir sínu vinnu við þetta. Allt sem sagt var stóðst og öll pappírsvinna var óaðfinnanleg. Hann stoppaði mig nokkrum sinnum af þegar ég taldi mig hafa fundið rétta bílinn og þar trúi ég að hans reynsla nýtist vel. Mjög naskur að sjá út hvaða bílar eru "go" og hvaða ekki. Hann fær full meðmæli frá mér til hverra þeirra sem eru að velta fyrir sér að kaupa sér bíl að utan.