bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 14:19

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Thu 14. Aug 2003 22:13 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
VW Phaeton reynsluakstur.

Phaeton nafnið er fengið úr grískri goðafræði og segir frá Phaeton syni sólarinnar sem átti þann draum heitastan að aka eldvagni föður síns. Eftir viðvaranir Helios föður síns fór ekki betur en svo að eftir að hafa kveikt í borgum og sveitum þá laust Zeus son sólarinnar með eldingu.
Í mínum huga er þetta kyndugt þar sem líta má svo á að VW hafi átt þann draum heitastann að rugla reitum meðal eðalmerkjanna Mercedes Benz, BMW og AUDI. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort VW menn verði þrumu lostnir.

Úr fjarska svipar Phaeton nokkuð til Passat en þokkalega glöggir vegfarendur sjá að þarna er meiriháttar fleki á ferðinni, ólíkt BMW og BENZ sem óneitanlega eru helstu keppinautarnir þá ber VW Phaeton þess merki að hér fari fágað farartæki með yfirdrifið afl, bíll sem best er að víkja fyrir ef hann birtist í baksýnisspeglinum á hraðbrautum þýskalands.
Það eru nefnilega ekki fjórir hestar sem draga Phaeton áfram líkt og vagn sólguðsins forðum heldur eru þeir 420 talsins og dvelja þeir allir í góðu yfirlæti í 12 strokka, 6 lítra W vél bílsins. En vélin er ekki aðalsmerki bílsins, VW virðist ekki hafa farið stuttar leiðir þegar kemur að útbúnaði bílsins. Um leið og gengið er að bílnum er hægt að opna hann með því að taka í handfangið – engin þörf á að ýta á lykil heldur nemur hann þegar lykillinn er nægilega nálægt og opnar um leið og tekið er í handfangið.
Þegar sest er í bílinn þá blasa við heilu húðirnar af leðri og hófleg en smekkleg viðarklæðning sem hylur hluta af miðstöðvarkerfi bílsins.
Í eðal bíl eru þrjú atriði sem skipta öllu máli, afl, þægindi og búnaður. VW hefur einmitt gætt þess að Phaeton standist allan samanburð óaðfinnalega og fyrstu 15 mínúturnar í bílnum fóru einungis í það að átta sig á því hvað væri í boði. Tilfinningin var ekki ósvipuð því að skoða matseðil og lítast vel á allt sem á honum var. Það sem kitlaði mína “bragðlauka” sérstaklega voru sætin, miðstöðin og svo fjarlægðarskynjararnir.
Sætin eru afskaplega þægileg, rúmgóð og stór en veita samt nægilegan stuðning við hvaða akstur sem er og í raun eru allar hugsanlegar stillingar mögulegar nema ein. Ekki er hægt að auka hliðarstuðning en það kom þó ekki að sök. Sérkennilegt var líka að finna nuddið sem boðið er uppá en það er kefli sem rúllar upp og niður bakið. Ég var mjög vantrúaaður á að þetta virkaði en lét til leiðast og keyrði svo allt kvöldið með nuddið á og myndi líklegast aldrei taka þetta af ef ég hefði kost á því. Sömuleiðis átti ég ekki von á því að kælingin í sætinu myndi virka en á þessu heita degi í Reykjavík kom kælingin að góðum notum og virkaði mjög vel.

Miðstöð bílsins er geysiöflug og hiklaust eitt af aðalsmerkjum bílsins, hún heldur hitanum í bílnum stöðugum hvort sem þú ert í honum eða ekki ef um er beðið. Sóllúgan er búin sólarrafhlöðum sem halda réttu hitastigi í bílnum á meðan hann er ekki í gangi. Mér fannst líka mjög glæsilegt að sjá frágang á loftristum sem er haganlega fyrirkomið ásamt hátölurum fyrir neðan heila rist sem nær yfir allt mælaborðið, ef það dugar svo ekki til að stýra hitastigi þá víkur viðarklæðningin fyrir hefðbundnum loftristum á framaverðu mælaborðinu og allt gerist þetta sjálfkrafa – afskaplega glæsilegt.

Fjarlægðarskynjarar bílsins eru líka þeir bestu sem ég hef kynnst. Þeim er þannig fyrirkomið að við neðanverða A gluggapósta eru ljósdíóður sitthvoru megin, þær gefa þér til kynna hve nálægt hindranir eru og sömuleiðis sérðu ljósdíóður í loftklæðningu við afturrúðu þegar þú lítur í baksýnisspegilinn. Þetta kerfi er mjög þægilegt að nota þegar maður treystir því og ekki veitir af í bíl af þessari stærð.

Annan búnað bílsins verður að kynna örlítið. Í bílnum eru 8 loftpúðar, fjarlægðarskynjarar, loftþrýstingsnemar í dekkjum, rafknúin gluggatjöld við afturrúðu, sjónvarp með textavarpi, radarstýringu á fjarlægð frá næsta bíl og há og lá Xenon ljós. Og að lokum er mjög vandað hljóðkerfi í bílnum með heimabíóhljóði – en það kerfi er einmitt eins og flest slík kerfi plagað af of miklum bassa.

Eftir að hafa kynnt sér mest spennandi búnað bílsins er óhætt að leggja af stað. 12 strokka vélin þeytir þessu tveggja og hálfs tonna flykki af stað án nokkurrar fyrirhafnar og hröðun er ekki eitthvað sem maður er að velta fyrir sér við akstur á þessum bíl. Ég get þó frætt ykkur um það að hann er rétt rúmar 6 sekúndur að ná hundrað kílómetra hraða. Fjórhjóladrifið á stóran þátt í þessari hröðun því bíllinn hraðar sér ekki ósvipað Subaru bílum, geysilega snöggur úr kyrrstöðu og tekur af stað með rykk þegar öll hjólin vinna saman.
Bíllinn skreppur saman í akstri og virkar verulega léttur og lipur í umferðinni. Þó er maður nokkuð smeykur við að aka honum rösklega í beygjur vitandi það að þarna er 2.5 tonna massi sem er ekki viljugur til að breyta um stefnu þrátt fyrir að um borð sé búnaður eins og loftpúðafjöðrun og stöðugleikastýring til að sannfæra gripinn um að það sé rétt að bregðast þannig við. Ég var líka var við talsverða undirstýringu sem er kannski ekki undarlegt þegar haft er í huga að undir húddinu eru 420 hestar og sem slíkir eru þeir ekki léttir á fóðrun og auðvitað ekkert sérlega léttir yfirhöfuð.
Á þurru hélt búnaður bílsins honum á réttu róli og hæglega var hægt að leggja bílinn verulega í hraðar beygjur án þess að hafa miklar áhyggjur en ég varð fyrir vonbrigðum með hegðun hans þegar grip var lítið. Traustið sem bíllin vinnur sér inn á þurrum vegi hverfur mjög skyndilega þegar það rennur upp fyrir manni eftir að hafa keyrt yfir möl á malbikinu að þarna eru 2.5 tonn og það er alveg sama hve mikill tölvubúnaður er um borð og hve stórar felgurnar eru, það mun ekki hemja þetta þungan bíl ef þú gleymir þér.
Ég varð því ef svo má segja þrumu lostinn líkt og Phaeton í goðafræðinni þegar ég uppgötvaði það að engin búnaður brýtur lögmál eðlisfræðinnar og að mér væri hollast að muna að ég væri að stýra 2.5 tonnum sem kosta sama og fyrsta íbúðin mín.

Óneitanlega var undarlegt að ranka við sér eftir öll þessi þægindi sem maður hafði setið í síðasta klukkutímann og gera sér grein fyrir því að maður væri sjálfur þrátt fyrir allt ennþá við stjórnvölinn. Það var því líka skondið að koma sér út á hraðbrautir okkar íslendinga og stilla inn fjarlægð á milli bíla en sá búnaður er einmitt eitt það allra gáfulegasta í þessum bíl og er afar gagnlegt tæki þar sem alltof oft ekur maður ómeðvitað of nálægt næsta bíl á undan. Að sama skapi mundi maður eftir því að þessi bíll er gerður fyrir langar vegalengdir á miklum hraða í fullkomnum þægindum, hann er ekki gerður fyrir hringtorg á hliðarskriði líkt og fyrsti VW Golf bíllinn.

VW hefur í dag fjarlægst rætur sínar mjög mikið og spurningin er hvernig á því stóð að VW framleiddi þennan bíl. VW samsteypan ræður yfir AUDI og ekki er hægt að ímynda sér annað en að Phaeton komi til með að draga úr sölu á A8 eðalbílnum. Kannski hefur hugsunin verið sú að betra væri að heyja baráttuna á þessum markaði með tveimur bílum, öðrum beint sérstaklega að evrópu (A8) en hinum sérstaklega að ameríku (Phaeton). Mín skoðun er sú að hégómagirnd hafi ráðið mestu. Það er erfitt að færa rök fyrir því að VW hafi þurft að framleiða lúxusbíl í beinni samkeppni við sjálfa sig.
Það fyndna er reyndar að þetta er eiginlega eini lúxusbíllinn sem ekki höfðar til hégóma kaupandans, ólíkt BMW, Benz og AUDI. Líklegt þykir mér þó að Phaeton eigi eftir að verða vinsæll með 6 strokka 3.2 lítra vélinni þar sem sá bíll er næstum 40% ódýrari en 12 strokka gerðin og það er í takt við hefð VW.

Niðurstaðan er sú að bíllinn sem slíkur er afskaplega góður og í raun því sem næst gallalaus. En eftir sem áður þá snýst þetta að um það hvort væntanlegir kaupendur vilji borga íbúðarverð fyrir VW þegar Benz eða BMW standa líka til boða og hafa þegar tryggt sér dyggan kaupendahóp. Það má heldur ekki gleyma því að Jagúar mun krefjast stærri sneiðar af kökunni og líklegt er að Lexus haldi sínu.

Image
Image
Image

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Aug 2003 22:29 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Virkilega skemmtilega grein, það er erfitt að sætta sig við það að maður er að lesa um VW

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 14. Aug 2003 22:31 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hehe, ég býð auðvitað eftir því að mér sé boðið að taka í BMW 745. Það ætti að verða skemmtilegur samanburður þó ég viti nú hvernig það fer held ég. Sjöan er náttúrulega með allt annan karakter og hefur mikið verið hrósað fyrir aksturseiginleika.

VW er bara krúsari og skammast sín ekkert fyrir það - enda mjög góður í því.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 00:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 22:02
Posts: 3236
Location: Njarðvíkingur!
Díses kræst ég nenni ekki að lesa þetta hjá þér, þetta fer að slaga í Gunna GST þegar hann er að skrifa um tjúningar og slíkt :lol:

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05


Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 01:01 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Flott grein

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 01:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
Raggi, ef greinin á að vera góð þarf hún að vera löng, anars kæmist varla mikið til skila, hún er bæði vel skrifuð og vel skipt upp, þannig að það er lítið mál að lesa. phaeton er glæsilegur bíll finnst mér og innrétingin stórglæsileg, sá að þú talar um að hversy stórar sem felgurnar eru þá bjargar það þér ekki á möl, low-profile dekk eru vonlaus á möl og hafa alveg þveröfug áhrif við það sem þau gera á malbiki.. eða varstu að meina lausamöl á malbiki?

ég verð nú að segja að ég bjóst nú við dramatískari lýsingum á vélaraflinu.. en ég væri alveg til í að fá að þrykkja þessum bíl með w12

wv hefur áhveðið að skapa fyrirtækinu nýja ýmind og eru þessi og T-blabla jeppin fyrstu bílarnir með nýjar áherslur. hafiði séð myndir af 2005passat?, en já það er skrítið því maður myndi halda að þetta myndi koma sér illa fyrir audi, einnig er að koma mjög fallegur og virðist nokkuð stór og mikill skodi, en gæti þó verið að sá bíll taki við hlutverki passat?

góð grein.. um jú nokkuð góðan bíl myndi ég halda

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 06:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
flott grein, vildi að ég mundi kannski einhvern tíman fá að testa kvikindið (:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 08:19 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Kærar þakkir. Ég met það mikils að fá hrós hrós frá ykkur félögunum.

Jú Ívar, ég átti einmitt við lausamöl á malbiki - það er ekki góð blanda með svona stórum dekkjum. Það er ekkert grín að stoppa BMW M5 á möl, ég var einu sinni hjá Hellu á malarvegi (stytta mér leið) og var að snúa við á veginu á sirka 10 kmh - það lá við að ég keyrði útaf.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 08:23 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Og Raggi - þetta er nú ekki langt lesefni! Hinsvegar er náttúrulega ekki víst að bíllinn veki áhgua allra.

Já og eitt í viðbót fyrir þig Ívar með aflið. Það er akkúrat málið að aflið er ekki dramatískt - hann hendir þér áfram án mikillar fyrirhafnar og t.d. samanborið við M5 þá finnst mér (tek það fram að það er tilfinning - ekki nákvæm mæling) M5 bíllinn hraða sér betur.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 08:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Þetta er góð grein hjá þér Ingvar. Þetta er alveg snilldarbíll og það er rosalegt að þrykkja þessum 420 hestum, því bílinn hreyfist VEL! :) Hlakkar til að sjá um 745 (ef þú færð að prófann 8) )


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 08:24 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
I WISH!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 18:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
já þetta er akkurat það sama og í e38 740, maður botnaði bílin og hann hentist áfram en án allra láta.. kom bara sona skemmtilegur þrýstingur á bringuna á manni.. lenti meðal annars í því að vera reyna fikta eithtvað í sjónvarpinu og leið upp brekkuna sem er fyrir hliðina á ártúnsbrekkuni.. þarna hjá bílasölunum.. var á sona hálfri gjöf og leit á mæirinn og var á 160 :shock: hafði ekki hugm...

já þungur og stórir bílar eru hættulegir í mölini.. camaroin og trans aminn voru á möl eins og flestir bílar í hálku

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 18:59 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Oct 2002 11:33
Posts: 559
Location: Garðabær
Djöfull er gaman að lesa þessa grein, maður var spenntur eins og þegar maður les spennusögu, hvað gerist næst... :D
two thumbs up!!

En hvað varðar bílinn, þá hef ég trú á þessum bíl, og hann er mjög fallegur, og ekki spillir afl og búnaður fyrir...

Hey Ingvar, þú ættir að hafa svæði fyrir þig á síðunni og skrifa svona pistla, helv*** gaman að lesa þetta :!:

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða :twisted:
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 20:00 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Takk Moni - ég pósta bara hér eins og aðrir - þetta er náttúrulega ekki beint bimmalegt en tengist náttúrulega þar sem þetta er keppinautur.

Já, svona bílar með miklum útbúnaði eru stórhættulegir - ég var að fikta í fjarlægðarskynjaranum á þessu og var auðvitað næstum því búin að keyra á, það gerðist líka meðan ég var að fikta í græjunum, miðstöðinni og krúsinu :lol: Þessvegna hafði ég kóara með mér til að vara mig við :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 15. Aug 2003 23:35 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
ég er nú nokkuð viss um að það verður a8 sem dregur úr
sölu phaeton en ekki öfugt.
þetta er meira fyrir fólk sem hefur driver og ferðast um
í aftursæti.
a8 er drivers-car, nokkur hundruð kílóum léttari
og meira "sportí"
mitt álit á útliti vw=6 audi=9.5

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group