bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 15. May 2025 16:05

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: BMW 523, 1997. Seldur
PostPosted: Thu 24. May 2007 00:02 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Til sölu: BMW 523i, 1997, 170 hö.

ekinn 182.xxx km.

Orientblau, metallic. Ljósgrátt leður. Viðarinnrétting.

Leður. Lúga. Loftkæling. Aftermarket Xenon. Cruise control, fjórir loftpúðar, Glær afturljós, glær hliðarljós. M-grill.

Aukahlutir:
534 Klimaautomatik
302 Alarmanlage mit fernbedie
280 BMW LM Rad/Speichstyling
401 Schiebe- Hebedach, elektrish
494 Sitzeheizung fur fahrer +b
540 Geschwindigkeitsregelung

Ég flutti bílinn inn í apríl 2004, en Smári sá um það fyrir mig. Ég leitaði eftir góðu eintaki í nokkurn tíma og fann síðan þennan. Ég er þriðji eigandi, fyrir utan tvo þjóðverja sem sinntu honum mjög vel en eins og nótur sína hefur hann fengið góða umhirðu í Þýskalandi. Td. Fylgdu með bílnum allir lyklar, tveir venjulegir, einn „valet“ lykill ( sem opnar bara hurðir og ræsir bíl, en hefur áfram læst skott og hanskahólf), og auk plast lykill til að láta smíða eftir. Þá voru einnig í honum bunki af nótum auk allra pappíra. Ég læt að sjálfsögðu allt fylgja með bílnum, td. afrit af þýska bifreiðavottorðinu, innflutningspappírum og þess háttar.

Bíllinn er mjög vel farinn, lakkið er gott fyrir utan fáein kústaför og hagkaupsbeyglur, ekkert skemmt eða slíkt. Kram er allt í topp standi, bíllinn keyrir og gerir eins og hann á að gera og ekkert sem er bilað eða slíkt. Síðan ég eignaðist bílinn hef ég lítið þurft að gera við hann en ég hef reynt að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi.

Undir drossíunni eru 16“ felgur, orginal og á þeim eru góð continental sumardekk. Varadekk er á eins felgu. Þá geta líka fylgt með bílnum 16“ álfelgur sem á eru góð vetrardekk, ónegld.

Bíllinn er með þjónustubók, sem er fullstimpluð hjá BMW umboðum í Þýskalandi en eftir að hann kom í mína eigu hef ég látið bifvélavirkjameistara sá um hann fyrir mig, en hann hefur mikla reynslu af BMW. Þá hef ég skipt sjálfur um olíu en látið núlla tölvuna fyrir mig.
Það sem ég hef gert við hann síðan ég fékk hann er: nýtt vatnsláshús, en einhver galli virðist vera í þeim og því kom sprunga í það gamla. Þá skipti ég um diska og klossa að framan, en ég á í hann klossa að aftan sem ég læt að sjálfsögðu fylgja með. Þá hefur verið skipt reglulega um olíu og notuð góð olía.

Í bílnum er aftermarket Xenon kitt, sem hefur virkað vel, ef menn kunna því illa er mjög auðvelt að skipta um aftur yfir í orginal og get ég séð um það fyrir menn. Þá eru sk.angel eyes hringir í framljósunum. Menn hafa eflaust skoðanir á því hvort það sé flott eða ekki. Ef menn fíla það illa þá er ekkert mál að skipta því út, ég get einnig gert það fyrir menn. Að aftan eru glær afturljós en orginal fylgja, þá eru einnig glær hliðarljós, orginal fylgja.

Ég hef verið ótrúlega ánægður með bílinn, hann hefur verið rock solid í akstri og umgengni, aldrei klikkað. Þá er ég einnig ánægður með kraft vs. eyðsla, en hann er að eyða rétt um 12 innanbæjar en hefur farið niður í 7,9 ltr./100 km. utanbæjar.

Verð: 1.050.000 kr.

Skipti: Skoða skipti, bæði á dýrari og ódýrari. Þá koma bara vel með farnir, temmilega eknir, góðir bílar til greina.

Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga. Finna má fleiri myndir og upplýsingar á: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=10422&postdays=0&postorder=asc&start=30

Þórir Ingvarsson
ichiro@simnet.is
s: 663 5525 / 843 1533

Image

Image


Image

Image

Image

Image

Image


Last edited by Þórir on Sat 17. Nov 2007 09:49, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 24. May 2007 21:46 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 09. Jul 2006 15:26
Posts: 83
Location: 101 RVK
Þú vilt ekki skipti á einhverju öflugra? http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.php?t=7468


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. May 2007 00:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ekkert smá heill bíll

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. May 2007 00:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Stórglæsilegur bíll... hann fer væntanlega fljótt líka.

Á að fá sér eitthvað sniðugra í staðinn?

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: BMW 523
PostPosted: Fri 25. May 2007 10:12 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Sælir.

Takk fyrir það. Já, hann er alveg svakalega heill enda aðeins búinn að vera í eigu þriggja manna, sem allir hafa greinilega farið vel með hann. Td. Er leðrið eins og nýtt, það sér í raun ekki á innréttingu. Hinsvegar mætti auðvitað gera hann mikið meira spennandi með skótaui, fallegar Rondell eða svipað myndu fara honum vel.

Annars er þetta bara ótrúlega góður bíll, langbesti bíll sem ég hef átt. Ég er í raun ekkert búinn að ákveða hvað ég fæ mér, er að leita og skoða ýmislegt en mig langar soldið í Touring bíl og auðvitað er ég helst að leita mér að BMW- standarinn er bara orðinn þetta hár og þá er erfitt að skoða annað.

Annars er ágætt að taka það fram að ég lét setja nýja framrúðu í bílinn í gær. Þá skilast bíllinn nýskoðaður.

Kveðja
Þórir I.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Myndir
PostPosted: Fri 25. May 2007 22:44 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Set hérna fáeinar myndir. Fyrst eru allskyns skjöl, service hefti, upplýsingabæklingar.

Image

Hérna eru lyklarnir sem fylgja með.

Image

Hérna er innsíðan af service manual, upplýsingar um bílinn þegar hann er pantaður.

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. May 2007 23:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Mjög vel við haldið bíl með 100% þjónustusögu..

Frábært að sjá að allir lyklarnir fylgja :)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Enn til sölu.
PostPosted: Sun 17. Jun 2007 23:58 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Enn til sölu. Tek við tilboðum.

Kv
Þórir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 09. Sep 2007 17:47 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Þessi er til sölu. Skilast nýsmurður og fínn.

Skoða skipti á nýrri bíl, lítið eknum. Hef í huga facelift e39 eða e46, helst touring.

Kv.
Þórir I.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Breytt verð.
PostPosted: Tue 25. Sep 2007 22:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Ekki seldur enn og því er breytt verð.

Er opinn fyrir tilboðum.

Kveðja
Þórir I.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Sep 2007 22:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Væri virkilega til í þennan bíl.

Frábær auglýsing!!

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Sep 2007 09:38 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
gunnar wrote:
Væri virkilega til í þennan bíl.

Frábær auglýsing!!


Sæll.

Takk fyrir það. Auglýsingin er góð vegna þess að þetta er bíll sem hefur verið haldið vel utanum, nótur, lyklar, skráningarskírteini, manual, leðrið, o.s.frv. Þetta er bara topp eintak.

Þetta er einn af þeim bílum sem ég er hvað leiðastur yfir því að selja, hann er búinn að vera með áreiðanlegustu bílum sem ég hef átt og bókað sá besti. Viðhaldi hefur verið sinnt, bíllinn þrifinn og bónaður reglulega, alltaf skipt um olíur og slíkt á réttum tíma og svona mætti telja áfram. Drekinn er til sölu og helst er ég að leita mér að einhverjum sparibauk þar sem ég er þegar með stóran bíl sem dugar mér vel en vantar einhverja snatttík undir frúnna.

Það sem ég myndi mæla með er að nýr eigandi kaupi felgur undir hann og facelift ljós og þá er þetta bíll sem vekur athygli.

Kveðja
Þórir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Sep 2007 17:35 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Fallegur bíll og virkilega vel með farinn hjá þér Þórir.
Verðið líka gott, sá verður ekki svikinn sem verslar bíl af þér drengur.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Oct 2007 10:55 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Sæll Siggi.

Takk fyrir það. Ég stend fastur á því að sá sem kaupir þennan verður ekki svikinn enda er þessi bíll ekki búinn að vera í mörgum höndum og virðist hafa verið farið mjög vel með hann.

Endilega kaupa. . . .

Kveðja
Þórir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Seldur
PostPosted: Sat 17. Nov 2007 09:49 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Seldur.

Ný eigandi náði í hann í gær.

Kv.
Þórir


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group