Þar sem það er búið að endurvekja þennan þráð þá langaði mér bara að skjóta inn nokkrum commentum frá því sem ég hef verið að ferðast.
Ítalía er MIKIÐ dýrari heldur en Frakkland, Þýskaland, Holland og þær, þá í bensíni, gistingu, mat, autobahn tollum og öllu þessu. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um aðalborgirnar.
Það er must að vera með ferðatölvu og redda sér gistingu deginum áður en þú kemur, maður endar oft á of dýrri gistingu í staðinn fyrir að leita sé á netinu, annað hvort með lappa eða bara á net-café, (góðar síður fyrir svoleiðis er bookings.com, lastminute.com, hihostels.com, hostelworld.com)
Ég hef líka rekið mig á að budget hótelin eru örlítið dýrari en hostelin en mikið betri, vel þess virði að leita að ódýru hóteli, höfum verið að fá hótel niður í 35 evrur nóttin, fyrir tvo. Oft á hostelum þarf að borga fyrir manninn og þá færðu heldur ekki neitt.
Ekki skilja NEITT! eftir í bílunum, alls ekki stadíf fyrir gps tæki eða aðrar rafmagnstengingar, helst að þurrka sogblettinn eftir stadífana svo það sjáist ekki. (been there done that að fá óprúttna aðila inn í bílinn útaf svona)
Ítalir og Frakkar halda að hazard ljósið þýði að þeir megi leggja alls staðar. Og þá meina ég alls staðar, þeir stoppa útum allt og henda hazardinum á og skreppa bara.
Í Frakklandi eru gangandi vegfarendur bara fyrir. Þér er aldrei hleypt yfir gangbraut þannig maður verður bara að láta vaða þegar það er pláss.
Og til dæmis í Flórens í Ítalíu, þá er 1000 evru sekt að kaupa af blámönnunum falsaðar töskur og svona, sáum skilti þar um þetta þannig það er eins gott að passa sig..
Líka með stóru borgirnar, best að fá hótel fyrir utan borgina, eða í útjaðrinum og ferðast svo með almenningssamgöngum inn í central, róm, parís, berlín, flórens, amsterdam ... Kostar til dæmis bara í Amsterdam 3.60 klukkarinn í mæli... Og það ef þú finnur stæði..
Maður verður líka að passa sig hvar maður leggur ef maður er á sæmilega fínum bíl, í stóru borgunum eru allir bílar beyglaður og menn nudda utan í allt og alla til að troða sér í stæði.