Jæja.
Afsakið töfina á þessum pósti..
Ég er sem sagt núna í Berlín, fékk hringingu í vikunni frá bróðir mínum , hann er sem sagt í Berlín með nokkra kúnna í einhverri skemmtiferð, þannig við keyrðum hingað til Berlínar frá Hamburg. Búin að fara í sendiráðið og einhvað annað skemmtilegt.
En mig grunar að ykkur sé alveg skítsama um það.
Ég náði sem sagt í bílinn á miðvikudaginn hjá schiedmann og allt stóðst samkvæmt áætlun.
Mótorinn sem er í bílnum er sem sagt
M52B28.
Hann er keyrður 144 þúsund og kemur úr E36 328i.
Swappið gekk tiltölulega vel bara og frágangurinn hjá þeim flottur. Þeir notuðu vatnskassa úr E30 ETA bíl, eini sem var nógu mjór. Þeir notuðu að sjálfsögðu kassann úr E36 bílnum og fylgdi shortshifter með kassanum.
Það var skipt um allar reimar, kerti, þræði, olíur, og aðra slitfleti á mótor. Einnig fór ný kúpling í kassann líka. Valdi að taka orginal kúplingu bara.
Þeir settu K&N síu á mótorinn gratis fyrir mig og hljóðið

E36 320 bíllinn minn hljómaði alla vega ekki svona
Drifið sem fór undir bílinn er með 3.64 hlutfalli. Auðvitað stærra drifið og læst. Hann er að krúsa á hundrað í svona 2700 rpm, sem er auðvitað alltof hátt fyrir hraðbrautakeyrslu og er hraðinn sem ég ferðast hérna á úti ekki mikið meira en 120-140.
Núna er ég búinn að keyra bílinn einhverja 500-700 km allt í allt og er að fíla þetta bara nokkuð vel. Það kom mér eiginlega á óvart hvað mér finnst bíllinn vera grimmur í vinnslu, ég hef keyrt E36 325 en þetta er bara allt allt allt allt annað. Hann hljómar allt öðruvísi og er þvílíkt snöggur upp.
Það er líka rosalega skrýtið að keyra með þennan shortshifter. Sérstaklega þegar maður er að taka á bílnum.
Það er líka himinn og haf á milli því að taka framúr á autobahn með þessum mótor heldur en M20B20. Maður þurfti alltaf að gíra sig niður en með þennan stendur bara draslið og þýtur framúr.
Ég er ekki með neinar myndir enn af mótornum en ég dríf í því þegar ég kemst í almennilegt netsamband, er á einhverri crappy tengingu hérna og ég legg ekki í að uploada myndum.
Ég þarf svo að láta dyno mæla bílinn eins og hann er núna og sjá svo til í hvaða breytingar maður gæti hugsanlega farið í.
Erik hjá Schmiedmann mælti ekki með að hvarfinn yrði tekinn úr bílnum þannig þeir skildu hann eftir. Veit einhver betur með rök með það önnur en skynjaravesen.
Jæja nóg í bili, hendi svo kannski inn einhverju videói núna fljótlega, tók upp í dag Ferrari "rúnt" hérna í Berlín, 360 spider og fleiri góðir að keyra hérna í stórum hóp. Bara flott að sjá þá rúnta hérna um borgina.
Kveðja frá heimalandinu.