Það var ömurleg helgi á Rockingham hjá TeamRAC 22. apríl síðastliðin, ég tók sama og ekkert af myndum og vil helst gleyma þessari helgi sem fyrst. Þetta byrjaði ágætlega náðum 4 og 8 sæti í tímatökum, en bíllinn hans Colins (4.sæti) startaði ekki á vigtinni í lok tímatökunnar og þurfti hann því að starta aftastur í keppninni. Hann stóð sig samt eins og hetja í þeirri keppni fór úr 25. sæti í 11. fyrir beygju númer 2 og endai í 7 sæti. Í keppni númer 2 keyrði svo Matt Neal þannig fyrir Colin að bíllinn flaug 1.5 meter upp í loft og slammaði niður á annað aftur hjólið, ónýtur dempari plús skynjari 150.000 kall! Tom hins vegar átti snilldarakstur og endaði í 2. sæti.
Keppni númer 3 var síðan punkturinn yfir i-ið í rugli vélarnar í báðum bílunum fóru eftir að vatnskassarnir urðu fyrir hnjaski, 2 x engine rebuild frá Munchen 2.5 milljónir....
Hérna eru svo þessar fáu myndir sem ég tók. Ef þið hafið tækifæri á því að sjá einhvern góðan kappakstur á Rockingham þá mæli ég með því, þetta er einstaklega áhorfendavæn braut. Þetta er einnig eina alvöru oval brautin í UK, með 4 mögulegar útgáfur af infield brautum plús oval brautin.
BBS einhver ??
Þess má geta að við skemmdum amk 4 felgur á Rockingham... drasl!
Um síðustu helgi var svo síðasta A1 GP keppnin á Brandshatch og þar sem WSR voru aðeins með Team USA, fékk ég pit passa og fékk að spóka mig og drekka bjór. Það var mikill fjöldi fólks þarna og mikið fjör, kappaksturinn byrjaði frekar rólega með útafakstri og 5 SC hringjum en þetta var fjör undir lokin þar sem Bretland og Þýskaland börðust um sigurinn í keppninni og seríunni, Þýskaland hafði betur undir lokinn.
Á undan aðal keppninni var svo undarleg mótorhjóla og flurgsýning, The Royal Signal Core þeyttust um á Triumph mótorhjólum og gerðu ýmsar kúnstir á meðan listflugvél gerði æfingar í háloftunum.
Griddið var gjörsamlega STAPPAÐ rétt fyrir keppni... þar sáust ma. Eddie Jordan og Willie Weber í góðum fíling.
Sonur Scott Stringfellow hafði nóg að gera þennan daginn.
Ítalski bíllinn bilaði í sigurhringnum eftir að hafa spólað aðeins of mikið í hringi, en Bretinn skutlaði honum heim í hlað
Eftir A1 Keppnina var svo stutt Historic Touring Car keppni og einnig var á sunnudeginum keppt í Britcar, sem er eiginlega svona free for all kappakstur, þar er keppt á nánast hverju sem er.
