http://www.visir.is/article/20070430/FRETTIR01/70430076
Quote:
Vísir, 30. apr. 2007 16:32
Sautján ára þarf að taka bílpróf aftur
Sautján ára ökumaður var tekinn rétt eftir miðnætti í nótt á 141 km hraða á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ þar sem hámarkshraði er 60. Hann er fyrsti ökumaðurinn sem mun hlíta refsiákvæðum nýrra umferðarlaga sem tóku gildi á föstudag. Ætla má að samkvæmt þeim verði hann settur í akstursbann og þurfi að sæta hárri fjársekt. Þá mun hann einnig þurfa að taka bílpróf aftur.
Guðbrandur Sigurðarson aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunni á lögunum. Með harðari viðurlögum sé hægt að gefa skýr skilaboð til ökumanna. Pilturinn í nótt hafi sýnt sterkan brotavilja og stofnað samborgurunum í hættu.
Eftir þessa lesningu sér maður frekar þörfina á þessarri lagabreytingu. Nú fyrst fer að verða VONT að vera tekinn á alltof miklum hraða.. Taka prófið og allan pakkann aftur.. Ekkert nema vesenið
Ég fagna þessu!
Keep it on the track!
