jonthor wrote:
Væri gaman að sjá það í praxis

og jafnvel ennþá áhugaverðara að sjá 328 spyrna við 323 og sjá hversu mikill munur er á þeim.

Ekki nákvæmlega það sem þú varst að spyrja um, en þar sem umræðan hér er á þá leið að lítill munur sé á 323i og 325i þá gæti þetta svalað forvitni þinni

Við félagarnir stilltum upp E36 325i á móti E46 328i á kvartmílubrautinni f.nokkrum árum. Báðir bílarnir voru beinskiptir og með svipað magn af eldsneyti. Engar fullyrðingar hvað varðar getu okkar sem ökumanna - nema að við vorum allir jafn glórulausir
Fyrstu 2-3 sekúndur voru nokkuð jafnar (og að sjálfsögðu mestmegnis háðar viðbragði ), en eftir það gekk 328i bíllinn burt frá 325i bílnum. Við endurtókum þetta nokkrum sinnum og skiptum um ökumenn, en niðurstaðan var alltaf sú sama.
Því miður tímamældum við ferðirnar ekki og er því erfitt að segja hversu miklu munaði nákvæmlega - munurinn var töluverður.
Okkur kom á óvart að munurinn væri þetta mikill, sérstaklega í ljósi þeirra talna sem BMW gefa upp f.þessar vélar: 1 hestafla munur og einungis 35 Nm 328i í vil.
(Við áttum von á að munurinn yrði mun minni því E46 var mikið þyngri, mig minnir að opinberar tölur hafi verið 1470kg f.328i eintakið).
Hvað varðar þessa síðu hér
http://www.dsv.su.se/~mad/power.html þá þykir mér ótrúlegt að sjá að 328i vélin hefur mesta frávik (neikvæða) frá uppgefnu togi. Reyndar er með öllu marklaust að þræta um þetta - eina leiðin væri að stinga nokkrum 328i í dynotest og mæla - en ég hef ekki nokkra trú á að 328i vélin hafi gegnumsneitt skilað tæpum 5% minna togi en BMW gaf upp. (Að sjálfsögðu geta þeir leyft sér frávik í einstökum eintökum, en að öll lína 328i véla hafi skilað 5% minna togi en uppgefið var er nánast ómögulegt).
Mér þætti hinsvegar reglulega fróðlegt að sjá E36 328i og E46 328i stillt upp á móti hvort öðrum - þar ætti ég ekki von á að sjá mikinn mun.
(Hlynur: Er E36 328i vélin komin með tvöfalt Vanos?)
Það kemur reyndar fram í þessari grein að 328i bíllinn hafi verið mældur 7,3s í hundraðið á meðan 323 og 325 8s. En áhugi minn liggur aðallega í muninum á 323 og 325. Við þurfum bara að fara með 323 og 325 á kvartmíluna og sjá hvað gerist.