gstuning wrote:
VR6 vélin er ekki fullkominn í sportbíl
Í fyrsta er hún feit 2.8 sem skila 70hö per líter sem er þokkalega lélegt,
Svo er ekki til RWD kassi á hana,
Þannig að hún er ekki góð,
Fullkomin vél í sportbíl sem vegur kannski 800kg í heildina væri Honda S2000 vél eða E30 M3 vél,
eða kannski, einhver hásnúnings 2lítra
markið ætti að vera decent low end með kannski 220-250hö high end
M52B20 með viltum ásum væri nokkuð góð
Annars eru aðrar léttari vélar til,
Þessi vél hentar augljóslega vel í sportbíl fyrir það að vera mjög smávaxin fjölstrokka vél. Gírkassinn er annað atriði, ætti ekki að vera stórt mál að finna út úr því. Ég er hrifnari af vélinni fram í og þá er best að hafa gírkassann aftur í. Vélin gæti verið tilbúinn pakki í MR bíl.
Önnur vél sem skilar 70 hö/líter sem mig rámar í er TVR/Rover 5.0l V8. Þér finnst hún kannski ekki henta í sportbíl, en mig dauðlangar í bíl með henni. Ég er líka hrifinn af því að ná góðu úttaki úr rúmtaki, en vélin í Honda S2000 er allt of toglítil til að ég hefi áhuga á henni, a.m.k. í sportbíl á borð við S2000. Ég hef reyndar sér 2.0l CTR vélina í Elise, og það líst mér vel á! Finnst passa vel við Elise að hafa 4-cyl. rokk sem er samt með eitthvað tog.
Ég veit náttúrulega ekki hve þung VR6 er, en er búinn að vera að leita að þeim upplýsingum til samanburðar við aðrar vélar. Þess fyrir utan var ég ekkert að tala um 800kg sportbíla, mér finnst þetta áhugaverður kostur í bíl á borð við Porsche 944, eða nútímalega útgáfu af þess háttar bíl, sem eru því miður fágætir.
Í þannig bíl skiptir fágun líka miklu máli og möguleikinn á svona lítilli V6 vél gæti boðið upp á því að koma henni fyrir innan hjólhafs, lét ég mér detta í hug. Það sem heillar við þessa vél er ekki bhp/líter eða þannig, heldur pökkunarmöguleikarnir á fágaðri fjölstrokka vél.
Þess fyrir utan finnst mér þessar VR6 vélar áhugaverðar tæknilegar lausnir. Ég veit ekkert hvaða V6 vélar (allar eða engar?) eru er VR6 hjá VW í dag, en var að láta mér detta í hug að bæði 2.8 og 3.2 (sem er í Phaeton og Golf R32) séu VR6. 3.2 vélin er 237 bhp sem gæti komið ca. 1200 kg bíl prýðilega áfram. Kannski engin Alfa 3.2 V6 en engu að síður áhugaverð og sjarmerandi vél.
_________________
Kalli - Mal3
Bow down to
Daihatsu power!
Daihatsu Charade
TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum
