jæja nú ætla ég að selja kvikindið. Þetta er 520 bíll, 89 árgerð með M20B20 mótór í honum, mótorinn var settur í hann fyrir rúmum 2 árum og var hann nýupptekinn þá. Bíllinn er ekinn rétt um 300.000 og mótorinn eitthvað svipað, búið að skitpa um vél í tvígang í honum (bensín, dísel og aftur bensín mótórar

) . Bíllinn er sjálfskiptur.
Bíllinn er á endurskoðun (4) en ég er búinn að gera allt fyrir skoðun nema ljósastilla hann og umskrá úr dísel í bensín (þarf að vigta hann og eitthvað smotterí). Bíllinn er dökkgrár á litinn.
Body er svona þokkalegt, aðeins byrjað að taka ryð á sumum stöðum en samt alls ekkert hræðilegt. Ljótasti bletturinn er á sílsinum hjá bílstjóra og er komið gat þar.
Það eru mjög góð sumardekk á honum og felgurnar eru helvíti þéttar, eflaust það verðmesta í bílnum

. Minnir að stærðin hafi verið 225/65 R16
Það sem er að bílnum er að startarinn fór um daginn (Ég er með startara til sem virkar fínt og læt hann fylgja með), hann er oft leiðinlegur í gang þegar hann er búinn að standa í smá tíma, hann á það til að víbra á milli 80-100 km og hann virðist leka aðeins þegar maður setur meir en 50 lítra á tankinn.
Ég er búinn að stússast helvíti mikið í bílnum og meðal annars sem ég er búinn að gera er
- Skipta um púst (Var kraftpúst í honum og er það í fínu lagi, læt það fylgja með) - 25.000 kr
- Glæný kerti í honum (Bosch Super 4) - 5000 kr
- Skipti um allt gúmmi frá loftsíuboxi - 4000 kr
- Skipti um spyrnur og fóðringar að framan - 4000 kr
- Skipti um rúðupissrofa - 13.000 kr
- Tók handbremsuna í gegn
- Lagaði forðabúrið fyrir Vökvastýrið
- Lagaði sambandsleysi í nokkrum ljósum
- skipti um kertaþræði
- Nýlega búinn að taka hann í gegn í smurningu, skipti um loftsíu, olíu, olíusíu, bensínsíu og setti militec og fl bætiefni á vélina og bensíntankinn - 14.000 kr
- Þeir stilltu blönduna á honum í Nicolai og löguðu hana eitthvað - 13.000
- Lét balansera dekkin - 4000 kr
Og fl sem ég man ekki í augnablikinu, Þannig að þetta er einhver rétt rúmlega 80-100 þúsund kall sem ég er búinn að henda í bílinn og auk þess eru felgurnar og dekkinn virði alveg 30-40 þús þannig mér finnst 60.000 fyrir bílinn sanngjarnt verð og sel ég hann í því standi sem hann er.
Þetta er mjög góður bíll í parta eða þá bara til að dútla í.
Ég reyni að redda myndum fljótlega.
Sími- 661-0735