bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 28. May 2025 20:48

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Hér fer í hönd smá saga úr hversdags lífinu sem er byggð á atburði er gerðist einhvern tímann frá 2000-2007,, þetta er skrumstælt af hálfu undirritaðs og birt með góðfúslegu leyfi tjónþola,

Uni Lærimeistarason

Uni undirtilla hafði verið að lesa ,,CHIC undir stýri og varð þess áskynja
að ökumaðurinn á bílnum fyrir aftan varð svo æstur að hann dúndraði aftan á hann :oops:

Feyki illa gekk að eiga að við tryggingarfélagið þar sem bíllinn var tryggður, sem klessti á Una og það gekk ekki eins og í sögu. (( ath ekki Asterix ))

Uni fór og talaði við tryggingarnar. Þar var mættur hr. Nenni ((ekki)) hann skoðaði bílinn og spurði hvers virði hann væri.,, Uni tjáði svo að hann væri ekki til sölu og myndi aldrei verða seldur, sagði auk þess að þetta væri hobbýbíll. hr. Nenni sagði við Una að hætta að rífast við sjálfan sig. -> Uni sagði honum að hann væri ekki að rífast -> hr. Nenni sagði við Una að allavega væri hann kominn í stellingarnar.

hr, Nenni stóð harður á því að það tæki því ekkert að gera við bílinn því hann væri verðlaus á bílasölu,, bauð meira að segja Una í sjómann ,,ef hann vildi. Uni sagði við hann enn og aftur að það kæmi ekki til greina að selja þeim bílinn. Og spurði svo hvernig það væri að fá tjónið greitt út. hr. Nenni sagði að það þyrfti að fara með hann í tjónaskoðun svo hann gæti verðmetið það. hr, Nenni horfði skarpt í augu Una og sendi Una ,,andleg rafræn skila boð sem túlka mætti á þennann ...eina veg
ÞAÐ VÆRI RÉTTAST AÐ GEFA ÞÉR EYRNAFÍKJU STRÁKUR,, FYRIR HORTUGHEITIN AÐ STANDA UPPÍ .....ALMÆTTINU

Uni fór með vagninn til Júlíusar CESAR,,,(( en sá skrattakollur var nýbúinn að hertaka alla bílamálara heims undir merkinu SPQR )) sá SVARTHÖFÐI sagði UNA GREYINU að bíllinn þyrfti að fara í bekk og tjónið myndi kosta um 250-350 þúsund,,horfði svo ,,slóttugum augum ,, til baka
á Una sem stóð lafhræddur á bak við heysátu að hann myndi græða mest á því að fá tjónið greitt út. Una rann kalt vatn milli skins og hörunds hringdi svo í tryggingagaurinn og sagði honum að hann myndi vilja íhuga þann kost.

hr. Nenni vildi að Uni færi með bílinn í tjónaskoðun í verkRétt, sem hann og gerði og fór svo aftur til hr. Nenna ((sem hafði á ljóshraða breyst í mr SLÍZÝ )) mr. SLÍZÝ sagði að hann gæti greitt Una út ca. 190.000kr. Una fannst það ekki nóg og hafði með hjálp fjarskiptatækis samband við Júlla alheimsmálara ///// sem virðist í augnablikinu drottna yfir öllum viðgerðum hjá sumum spjallrása meðlimum \\\\


hr, Nenni hringdi í Una og sagði að hann væri ekki skráður fyrir bílnum, Uni tjáði honum það að það væri Lærimeistarinn sem væri það. hr. Nenni spurði Una um reikningsnúmerið hjá honum svo hann gæti lagt inná reikninginn hans 190.000 krónurnar. Uni sagði honum að hann og Lærimeistarinn myndu koma til hans á morgun og spjalla aðeins við hann. hr. Nenni sagði þá við Una að það myndi spara mikinn tíma ef hann myndi vita reikningsnúmerið hjá Lærimeistaranum, Uni spurði hann hvort það væri ekki alveg öruglega í lagi að þeir myndu koma á morgun og spjalla aðeins við hann. Það kom smá hik í hr.Nenna, og svo sagði hann "Jújú, það ætti að vera allt í lagi".

Lærimeistarinn og Uni létu sjá sig þarna uppfrá og hr. Nenni sagði við Lærimeistarann að það tæki því ekki að gera við bílinn. Lærimeistarinn tjáði honum ,,, á lýtalausri cockney ensku að hann vildi fá bílinn sinn í sitt upprunalega form sama hvað það kostaði því þetta væri hobbýbíll sem væri búið að eyða tíma og peningum í. augu hr. Nenna skautu gneistum og fundust smá drunur í lofti.. en þær reyndust reyndar koma úr óæðri endi Una ,, sem var með magakveisu.hr. Nenni sagði honum að þetta væri ekkert fyrsta tjónið á Íslandi. Lærimeistarinn varð hvumsa við,þessa athugasemd og þandist út af reiði((((((( með þeim afleiðingum að fölsku tennurnar spýttust úr munninum og lentu á nefi hr, Nenna svo sauma þurfti eitt spor fyrir hverja tönn))))) Lærimeistarinn sagði honum að það kæmi þessum bíl ekkert við, þetta væri fyrsta tjónið á þessum bíl.
hr. Nenni tjáði honum að þetta virkaði ekki alveg svona, Lærimeistarinn sagði honum svo að þeir væru þá í raun og veru ekki tryggingafélag. hr.Nenni útskýrði að það fengust bara 190.000kr en ekki 250.000kr eins og tjónið var metið uppá í verkRétt. Lærimeistarinn furðaði sig mikið á því afhverju Uni fengi ekki bara 250.000kr, þá fór hr.Nenni að kenna Lærimeistaranum að búa til reikninga (en Lærimeistarinn er endurskoðandi).

Lærimeistarinn tjáði hr. Nenna um menntun sín og starf
(( CEO hjá toilett og túss ,, Director hjá KPMG og eigandi encounter ehf))

Hik kom á hr. Nenna sem umpólaðist ...hennti teppinu á gólfið ákallaði
Múhahahahahameð og vildi allt fyrir Lærimeistarann og Una hans einkason.. gera sem hann og gerði

...... AMEN

Þetta er hvimleitt dæmi sem sannar enn og aftur að þeir sem eiga spes farartæki.. og eru ungir að árum,, geta lent í heilmiklum hremmingum eins og þessi ,,,,,,,,Ýkta saga sýnir


STÖNDUM SAMAN

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Frábær skrif :)

Veltist um af hlátri en þetta meikar mjög svo mikið sense !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:31 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Er þetta kannski silfurlitaður E30 bíll?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Djofullinn wrote:
Er þetta kannski silfurlitaður E30 bíll?


Þetta er DÆMISAGA ekki gettu hver á bílinn

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Alpina wrote:
Djofullinn wrote:
Er þetta kannski silfurlitaður E30 bíll?


Þetta er DÆMISAGA ekki gettu hver á bílinn
Já ég bara þjáist af ólæknandi forvitni :lol:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég veit allavega hver þessi júlli alheimsmálari er :lol:

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
íbbi_ wrote:
ég veit allavega hver þessi júlli alheimsmálari er :lol:
Já það var nokkuð augljóst :lol:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Ég hef einmitt oft spáð í þessu, ég myndi væntanlega lenda í álíka veseni ef ég myndi lenda í því að tjóna minn vagn :(

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:47 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
En ég meina, varla geta tryggingafélögin staðið á svona bulli?
Það hlýtur að koma fram í skilmálunum að þeir eigi að bæta tjónið að fullu, ekki bara það sem þeim dettur í hug að borga...

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 23:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Djofullinn wrote:
En ég meina, varla geta tryggingafélögin staðið á svona bulli?
Það hlýtur að koma fram í skilmálunum að þeir eigi að bæta tjónið að fullu, ekki bara það sem þeim dettur í hug að borga...


þetta er frumskógur af blaðri lýgi svikum og hörku

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Apr 2007 00:20 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 03. Nov 2003 18:40
Posts: 925
Location: @ the spot...
Alveg hreint mögnuð lesning, góðir karakterar og skemmtileg frásögn.

_________________
e21 315 "83"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Apr 2007 02:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 03. May 2005 14:55
Posts: 704
Location: Keflavik
Aron Andrew wrote:
Ég hef einmitt oft spáð í þessu, ég myndi væntanlega lenda í álíka veseni ef ég myndi lenda í því að tjóna minn vagn :(


Gerðu einsog ég...

Fór með bílinn niður í tryggingarnar. Hef alltaf átt við einn mann og einn mann einan og læt hann vita af ÖLLU sem gert er við bílinn og ALLAR nótur sem hann tekur afrit af.

_________________
TXIXXPX XXXTXXX X7X

German Disel power :)

E32 735i '91 SELDUR
Black on Black

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Apr 2007 10:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Ahahahahaha....

fyndnasta stuff sem ég hef lesið! :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Apr 2007 11:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þetta er samt mjög mismunandi,

fyrir 5-7 árum átti ég 20ára+ camaro z28 sem ég hafði keypt meðan ég var í grunnskóla og dundað mér í í rúmt ár áður en prófið kom,

það bakkaði f350 ford á hann á bílastæði og kýldi niður á honum nefið, ég hringdi í tryggingafélagið og fór svo í tjónamat, ég sagði skoðaranum að ég tæki ekkert annað til greina en nýtt nef, réttarinn var ekki sammála og vildi bara plasta í hann, skekkjan væri ekki þess virði að vera laga á sona gömlum bíl..

ég rauk niður í tryggingafélag og sagði að ég væri hreint ekki sáttur við það.. og gaurin hjá tryggingafélaginu sagði að það væri bara vitleysa að vera reyna lagastuðaran, sona bíll ætti annað skilið.. og spurði hvort 120k dygðu? og ég fékk peningin nánast samstundis,

þetta er því miður af skornari skammti..

ég veit ekki hvaða vitleysa myndi spinnast útfrá því ef ég lenti í tjóni með camaroin sem ég á núna eftir allan dollaramoksturinn í hann

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 18. Apr 2007 12:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 28. May 2005 20:09
Posts: 731
Location: rosaleg
Sveinbjörn þú ert alveg hreint magnaður penni.
Hafði mjög gaman að þessu og karakterarnir eru já tær snilld :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group