bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 28. May 2025 20:17

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: Bílaleigur í DE
PostPosted: Sun 15. Apr 2007 21:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Hvað þarf að vera gamall til að mega leigja bíl í Þýskalandi?

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Bílaleigur í DE
PostPosted: Sun 15. Apr 2007 21:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
siggir wrote:
Hvað þarf að vera gamall til að mega leigja bíl í Þýskalandi?

Mismunandi eftir leigum og bílum innan leigunnar. En yngsta er 19 ára.. man samt ekki á hvaða leigu það var.

Hertz, Avis, Budget, Europcar, Sixt.... :)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 01:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 28. Nov 2005 02:10
Posts: 122
Location: 105
hmm, hélt að það væri 21 alls staðar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 02:25 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Eins og arnibjorn segir þá er það misjafnt eftir leigum, jafnvel löndum.
En þótt lámarksaldur sé t.d. 19 ára þá er yfirleitt eitthvað aukagjald ef þú ert undir 25 ára, misjafn eftir leigum en yfirleitt um 10 evrur á dag, kannski ekki mikið fyrir daginn en getur orðið dálítill peningur ef þú ert með bílinn í eina eða tvær vikur eða jafnvel lengur.

Hvað ertu annars gamall siggir?

Einnig skiptir flokkurinn máli. Dýrari bílar eins og t.d. BMW 650, Porsche Boxter og 911 og eitthvað í þeim dúr sem hægt er að leigja á venjulegum leigum er oft komið 25 ára aldurstakmark + tvö stykki kreditkort. Og ef þú ert kominn í flottara hjá spes exotic car rentals eins og t.d. Ferrari, Lamborgini, Bentley eða eitthvað álíka skemmtilegt þá hefur maður séð tölur eins og lámark 30 ára + tvö stykki kreditkort.

Einnig eru reglur svoleiðis að Aðalökumaðurinn verður að vera eigandi kreditkortsins.
Ég lenti í því í hittifyrra þegar ég var í Bretlandi í tvo mánuði samfleytt þá leigði pabbi fyrir mig bíl hjá Hertz á sínu kreditkorti en pabbi ætlaði aldrei að keyra bílinn og hann ætlaði líka að fara aftur heim til ísland á meðan ég væri með bílinn áfram á leigu í bretlandi en hann borgaði fyrir bílinn með sínu korti þá átti það fyrst að vera svoleiðis að ég yrði skráður sem auka ökumaður sem mig minnir þá að hafi átt að vera um 800 kr á dag og þar sem ég var með bílinn í 6 vikur þá hefði það kostað um 33 þús kr aukalega, sem við náðum reyndar að láta falla niður vegna þess að við leigðum tvo aðra bíla hjá Hertz á sama tímabili.

Svo svona afþví þú ert að pæla í þessu í sambandi við Þýskaland þá fór ég til Þýskalands síðasta haust og leigði mér BMW 525d (E61) hjá Sixt í tvær vikur. Bíllinn kostaði eitthvað um 85-90 þús og svo vildi ég auka tryggingu svo verðið var um 100 þús kr ísl. Ég hafði pantað þetta á netinu tveimur vikum áður en ég fór út, og ég var búinn að fá staðfestingu í e-maili að pöntunin hefði farið í gegn, svo ég er var ekkert stressaður. Ég var bara með eitt kreditkort sem var með um 190 þús kr ísl í ráðstöfun eftir, fullt af evrum í seðlum og svo debetkort sem var meira en nóg inná, svo ég taldi mig bara vera í mjög góðum málum. Flugið gekk mjög vel og vorum við bræðurnir uppfærðir á sagaclass, lentum í 26 stiga hita og flottu veðri og bílaleigan var bara út úr flugstöðinni yfir vegin og inn í húsið hinumegin við vegin, svona álíka eins og labba úr móttökustaðnum í Leifsstöð og yfir í bílastæðin. Það var engin að bíða svo við fengum strax afgreiðslu, afgreiðslukonan talaði mjög góða ensku þar sem ég tala mjög littla þýsku. Ég sagði henni bara nafnið mitt og hún fann það strax og dró upp poka með nafninu mínu á sem í var sá ég BMW lyklar (sem gerði mig mjög spenntan því í þeim flokki sem ég pantaði hefði ég líka getað fengið M. Benz E eða Audi A6) Ég rétti henni kreditkortið mitt og hún rennir því í gegn og prófar nokkrum sinnum og segir svo að það sé ekki nóg inni á kortinu og spyr mig hvort ég sé með annað kort!!!!!
Þá fór ég í panick. Konan segir að það sé ekki nóg inni á kortinu, ég var með næga peninga til að geta greitt bílinn cash eða debetkorti, það var ekki hægt, og ég hélt að það væri meira en nóg inni á kreditkortinu. Allt gengið perfect alla leið þangað, bíllinn greinilega tilbúinn á bílastæðinu fyrst hún var komin með lyklana upp á borðið, ég var farinn að pæla í hvort ég geti fengið ódýrari bíl.
Og þá kemur hún með þá skýringu að það þarf að vera önnur eins upphæð laus á kortinu sem er fryst á meðan á leigutími stendur, og ekki bara þessum 85 eða 90 þús kr sem bílinn kostaði heldur allri upphæðinni með öllu því sem maður pantar með auka tryggingum og öllu. Svo það munaði í raun mjög littlu að þetta nægði. Svo allt í einu datt mér í hug að hringja í bankann hérna heima og þannig var hægt að leggja inn á kreditkortið, út af debetkortinu og redda málunum svoleiðis og sem betur fer tók það minna en 10 mín, en ég þurfti að muna öll leyninúmer fyrir reikninga og allt slíkt, það er eitthvað sem ekkert allir muna, svo ég var nokkuð heppinn þar. En þetta gerði það að verkum að ég var með 100 þús kr ísl minni pening á mér á meðan ég var þarna úti heldur en ég hafði reiknað með í upphafi.
Svo þegar ég kom heim þá sá ég að það var búið að affrysta þessar 100 þús kr.

Svo eftir að ég kom heim þá talaði ég við félaga minn sem hefur verið að vinna hjá Avis hérna heima og hann sagðist ekki kannast við þetta að það þurfi að frysta aðra eins upphæð á kreditkortinu. En þetta gæti verið eitthvað í sambandið við leigur eða jafnvel lönd. Enda var ekkert sem sagði mér þetta þegar ég pantaði bílinn á netinu.

Jæja, þetta var löng og leiðinleg saga og ég vona að einhverjir hafi lesið hana.

Svo svona smá til að bæta í þessa skemmtilegu sögu þá fór ég í Saturn í Hamborg sem er næst-stæðsta raftækaverslun í heimi svo ég viti til (Önnur Saturn verslun í Japan sem er stærri). Og ég var að kaupa mér video-cameru, batterí og eitthvað fleira dót sem var um 110 þús kr og ætlaði mér að borga með debetkortinu mínu eins og ég hef alltaf getað gert þegar ég kaupi eitthvað í Bretlandi, en nei, bara peningar eða Þýsk debetkort og ég var bara með um 50 þús kr ísl í evruseðlum, sem betur fer var þýskur félagi okkar með mér sem gat notað debet-kortið sitt þarna, og þetta er eitthvað sem maður vissi ekki, og það er dálítið mikið um þetta í verslunum í þýskalandi, bensínstöðvar eru samt auðveldari hvað þetta varðar.
Svo útaf þessu korta veseni þá var ég alltaf í hraðbanka og max upphæð sem þú getur tekið út úr hraðbanka á sólahring er 300 evrur á kort eða um 26.500 kr ísl. Og þegar maður skuldar Þýskum félaga sínum um 60 þús kr ísl og maður vill geta keypt allskonar hluti og borgað sig inn á staði og kept sér í gogginn og disel á bílinn þá endast 300evrur / 26.500 kr stutt, Og ég hafði bara tekið með mér eitt kreditkort og eitt debetkort.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 36 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group