HPH wrote:
Komin færsla frá Atla og Agli:
"Djöfull var Nürburgring geðveik, ég er bara nýhættur að skjálfa... en meira um það síðar í færslunni."
"Við lentum á hringnum um sex leytið á miðvikudag. Þá var í gagni almenningstími sem stóð til hálf átta. Þarna voru verulega flottir bílar að keyra brautina ásamt öðrum venjulegri bílum. Við létum ekki vaða enda með fullan bíl af farangri. Um hálf átta héldum við upp á hótel. Við gistum á litlu hóteli rétt við brautarinnganginn sem heitir Ringhaus. Morguninn eftir beið okkar magnaður dagur. Þegar við komum niður að brautarinnganginum komumst við að því að það var einskonar “track dagur” í gangi. Þarna voru ótrúlgegir bílar, bæði verulega flottir sportbílar, Ferrari, Lamborgini og Porche, upp í verulega mikið breytta kappakstursbíla. Þarna sáum við eitthvað sem líklega aldrei á eftir að sjást á klakanum nema einhverja róttækar breytingar verði á mótorsport menningu heima. Eftir dágott rölt um pittinn fórum við að tveimur beygjum í brautinni og tókum myndir. Egill naut sín vel með nýju linsuna sína og tók allt í allt yfir 800 myndir. Þaðan lá leið okkar á safn sem staðsett er við nýju Nurburgring brautina. Safninu var skipt í þrjá sýningarsali, tveir þeirra vorum almennt um mótorsport og sá þriðji var BMW sýningarsalur. Við safnið var einnig Go-Kart sem var mjög góð upphitum fyrir aksturinn á stóru brautinni. Stóra brautinn opnaði rúmlega fimm og var opin til rúmlega sjö. Við ókum allt í allt sex hringi en ekki gaft tími í meira þar sem brautin er tæpir 23km að lengt. Eftir frábæran dag settumst við svo niður með eigendum og starfsfólki hótelsin, sem eru einungis 5 eins og er, og fengum okkar bjór. Það var áhugavert að spjalla við þetta fólk því það talar um beygjur í brautinni eins og börnin sín."
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...