Arnarf wrote:
BMWaff wrote:
Afhverju stofniði ekki bara Íslenzku kork hérna og látið visku ykkar fljóta hérna inn...
Ég er ekki með reglurnar á hreinu... Er löööngu búin að gleyma þessu öllu...
...En mér finnst það ekki skipta máli í þessum þræði... Finnst það mikilvægara að það sé í lagi með alla sem viðkomu þessu slysi...
Það verður bara virkilega þreytandi að lesa pósta sem innihalda mikið af stafsetningarvillum.
Ég er líka nokkuð viss um að fólk fái ósjálfrátt minna álit á viðkomandi sem skrifar illa og verði jafnvel tregara til að hjálpa þeim.
Hafið þið ekki kvartað yfir því að pólverjar tali ekki íslensku?
Er til of mikils ætlast af ykkur, mjög margir undir 20 ára (ekki langt síðan þið lærðuð þetta í skóla), að kunna ekki að skrifa móðurmál ykkar?
Finnst ykkur bara "allt í lagi" að kunna ekki að skrifa rétta íslensku?
Og auðvitað er mikilvægara að allir sluppu úr þessu slysi, en þú getur ekki ætlast til að það sé í lagi að skrifa rangt bara útaf einhver meiddi sig ekki.
Og ekki misskilja þetta að það sé bannað að gera eina og eina villu í pósti.. En þegar setningar verða óskiljanlegar útaf málfari og stafsetningu þá er þetta orðið vandamál.
Get ekki séð að það sé ólesanlegt þegar það fer y í staðin fyrir i og þannig villur... Er ekki að segja að það sé í "lagi" en sumir eiga bara erfitt með að læra, aðrir eru með lesblindu og fl. Mér finnst í lagi að fólk bendi á það, en alveg óþarfi að missa svefn útaf svona hlutum...
Búið að tala um þetta mjög oft, finnst líka óþarfi að rífast um svona hluti hérna aftur og aftur...
Það er spurning um að skipta þessu þá bara í tvennt, fyrir þá sem eru með íslenskuna á hreinu og svo þá sem geta ekki, nenna ekki eða vilja ekki skrifa rétt... Þá væru allir sáttir?
Er ekki að reyna að vera með nein leiðindi, en mér finnst það orðið meiri leiðindi í þeim sem eru að rífast yfir villum heldur en villurnar sjálfar...