Update.
Mikið búið að gerast og fækkar hlutunum sem á eftir að gera koma dótinu í gang.
Púst kerfið er komið undir,
dual "2.25 (original 735i er dual "2)
Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara port matcha greinarnar við "2.25 rörin og flangana að útgangurinn á þeim er BARA "1.6 tommur cirka. Sem er alveg fáránlegt. Enn við stækkuðum götin og hreinsuðum innan í greinunum til að slétta og hjálpa flæði. Þökk sér Dr.E31 fyrir að hafa keyrt Carbite dótið um daginn
Þetta er klárlega ein af leiðunum sem BMW hefur notað til að halda krafti niðri. sem og slappir ásar og svo framvegis. Enda ekki furða að menn fara í 240-250hö með flækjum og kubb á M30.
Það er svo E30 M3 kútur aftast, á hann voru settir nýjir stútar því að M3 stúttarnir vildu fara beint í gegnum aftursvuntuna. Mér persónulega finnst þetta nýju stútar alveg geðveikt flottir. Þeir eru "2.25 stórir og koma á ská eins og original 325i, nema þeir eru ekki cuttaðir þannig að efri hlutinni nái lengra enn neðri, heldur eru þeir jafnlangir og eru nokkrar gráður á ská upp í stað beint.
Þótt að vélin sé í aftasta mögulega sætinu þá er samt bara 5mm frá vatnskassa í plastið sem coverar kveikjulokið og það er um 5mm frá stýrismaskínunni í olíupönnununa.
Ég er búinn að breyta gömlum TPS svo að variable TPS passi á throttle bodýið, sem er þurfi fyrir standalonið.
Kælikerfið og allar hosur eru komnar ofan í,
Það verða notaðir Bosch 0 280 150 201 spíssar enn þeir eru 236cc og duga fyrir 270hö cirka, þótt að hámarkið þeirra sé 337hö enn ekki beint þurfi á því held ég
Ég fer að henda standalone tölvunni í bílinn og byrja á loominu í kvöld,
það verður gert alveg frá byrjun og verður sett í svona sætt og fínt M40/S14 loom cover til að halda öllu smekklegu.
Það verður einnig geðveikt sniðugt "oil catch can" á vélinni,
meira um það síðar.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
