Það gekk bara nokkuð vel hjá okkur síðustu helgi, sumir þó ekki alveg sáttir við útkomuna en svona er þetta. Byrjuðum vel, Colin byrjaði með að ná besta tíma í tímatökum en klúðraði startinu og endaði í öðru sæti á eftir Plato í fyrstu keppninni. Svo var bíllinn ekki nógu góður eftir að hafa fengið 2. sætis ballest og Colin rétt náði að halda í 2. sætið í keppni númer 2. Í þriðju keppninni var síðan reverse grid, þannig að Colin startaði 6. Síðan kom Seat beygla og keyrði hann út af þannig að það var DNF í síðustu keppninni.
Tom stóð sig mjög vel, náði 7. , 15. og 5. sæti í þessum 3 keppnum. Bíllinn hans var samt frekar skaddaður eftir smá slagsmál í keppni númer 2.
Nú eru miklar umræður hér innanhúss um hvað eigi að gera næst, ætla samt ekkert að vera að ljóstra því upp fyrr en ákvörðun verður tekin.
hérna eru svo nokkrar myndir af hazarnum:
Slaki skallinn á vinstri hönd
nokkrar úr símanum:
On the Kenny´s
Alvöru bremsur og fjöðrun!!