Það er gaman að heyra að mörgum finnst hann fallegri en sá rauði. En sá rauði er heilli, hann er stráheill og ekkert ekinn!!! Minn er þó ekinn rétt um 330.000km.
En mér finnst nú samt minn fallegri ...
Ég keypti þennan bíl 9 febrúar 2000
Það hefur nú alltaf staðið til að breyta vélarmálum. Upphaflega ætlaði ég að setja 745i vél í hann, en svo ákvað ég að setja M655/M5 vél í hann. Nú er ég aftur farinn að hallast að turbo dæminu frekar en að taka úr M5-inum. Ég tími eiginlega ekki að fara að búa til M635csi þegar hann er það ekki original!
Með skiptingarmál, þá vil ég hafa hann beinskiptan ef hann verður N.A. en sjálfskiptan með turbo. Ég nennti bara ekki að setja kassa í hann þegar ég skipti um vél, því ég ætlaði hvort eð er ekki að hafa hann lengi með henni.
Sæmi