Jæja núna er kallinn ekki sáttur.........................
Ég taldi mig nú vera í því verðuga verkefni að breyta þessum bíl í Lean , Mean, Fine Looking, Driftin , Machine... En svo virðist sem ég sé fastur í einhverjum............. /////////////// JEPPABREYTINGARHAM //////////////////
Þetta er nátturulega svo ekki sniðugt að það er ekki einu sinni fyndið..
Læt nokkrar myndir fljúga af því sem er búið að gera.
Verkfærin komin á sinn stað.
13 cm alpine 175 w framhátalarar.
Pioneer afturhátalarar.
Búið að ganga frá varadekksmálun, BBS Basketweave.
Búið að þétta örlítið inn í brettin og juða holrúmsvaxi þarna inn.
Búinn að koma teppinu fyrir þarna. Lúkkar ennþá skítugt á myndunum þó það lýti út fyrir að vera hreint í dagsbirtu.
Skottið nánast tilbúið.
33" breytingin langt komin. Vantar bara felgur og kanta á tröllið.
Spes upphækkunar gormar undan blæju E30 jeppa settir undir tröllið.
Liturinn er samt æðislegur ef ég á að reyna vera jákvæður.
Þessi ætti nú ekki að vera í vandræðum með hraðarhindarnir...
En já eins og ég sagði ofar. Bíllinn lýtur út eins og hálviti svona og er sjálfur sér og mér til skammar
Þannig ef einhver hérna er að pæla í hvort að Cabrio gormar séu stífari en NON þá sjáiði það sjálf.
En það gengur samt sem áður ágætlega að raða honum saman. Mikil vinna er búin að fara í þrífa allt og laga til eftir ævintýragang fyrri eigenda. Það var búið að klippa á víra hér og þar sem er ekki vinsælt hjá mér. Lagði nýja hátalara víra útaf það var búið að klippa á orginal dótið bara allt í stapp. Lóðaði svo vírana í hátalarana og gekk vel frá þessu.
Öll ljós virðast virka á bílnum og virðist allt electrical mál vera í lagi. Ég var rétt í þessu að klára mæla strauminn fyrir geislaspilarann enda allir vírar þar í einhverju lamalessi.
Það sem er eftir:
Hurðaspjöld bæði aftan og framan.
Listar utan á hurðar og bretti
Nýru
Dótið hjá framljósum.
Stuðarar
Smá af shadowline listum.
Kílgúmmi í framrúðu
Rúðuþurrkur
Afturbekkir og framstólar
Smá málun í undirvagni og frágangur.
(setja hálft tonn í skottið)
Er enn ekki búinn að ákveða mig hvaða spoiler ég á að nota..... Er alveg BARA á báðum áttum. Endilega kommentið á hvorn, pfeba eða IS ...
Eins líka fire away með "hækkunina"....
kveðja, Einn vel hækkaður.