bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 08:16

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 11:57 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Maður er svona að plana hvaða sport(legan)bíl maður stefnir að eftir ekki of mörg ár. Búinn að pæla mikið í Porsche 944 '85,5 eða nýrri 2.5l, en núna bættust við fleiri möguleikar. Annars vegar Alfa Romeo GTV 2,5 eða BMW 635CSi (eða 3.0 CS???).

Það sem ég er að pæla er hvort einhver veit hvað raunhæft verð er á þessum Bimmum, þar sem það eru til einhverjir hér heima. Bimminn virðist ódýrastur úti í Þýskalandi af þessum 3, en er sömuleiðis mesti krúsarinn held ég. Held að Porsche 944 sé traustari en sá ítalski gæti orðið... uh, spennandi :roll:

Aldrei þessu vant verð ég hins vegar að segja að Bimminn er fallegastur meðal keppinautanna. 6-línan er að mínu mati meðal fallegustu Bimma fyrr og síðar.

Öll komment þegin með þökkum! :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 12:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
það er ómögulegt að segja verð á 635csi þú borgar fyrir það sem þú færð.
Spurðu sæma hvað hann vill fá fyrir sexuna það er oruglega samgjarnt ef hann vill selja hanna. Það er einn fallegasti bimmin á landinu og öruglega í færeyjum líka. :wink:

hvað varst þú að hugas um mikinn pening???

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 12:38 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Gerðu mér bara einn greiða. EKKI fá þér Porsche 944 '85!!!! Vinur minn á svona og það hefur bara verið eintóm vandræði með hann. Síðan er þetta ekki að virka SKÍT
En Alfan gæti verið þónokkuð skemmtileg :P

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 13:00 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
BMW 325i wrote:
Gerðu mér bara einn greiða. EKKI fá þér Porsche 944 '85!!!! Vinur minn á svona og það hefur bara verið eintóm vandræði með hann. Síðan er þetta ekki að virka SKÍT
En Alfan gæti verið þónokkuð skemmtileg :P


Ég hef ekki ekið þessum bílum, en ég verð að segja að ég mun ekki hlýta ráðum þínum. Ég er búinn að lesa mér til um þessa bíla og þetta virðast gæðagripir og með rómaða aksturseiginleika. Síðan er þó nokkur munur á '85 og '85,5 og seinni bílum.

Eitt er víst að meðal 944 verður ekki með meira vesen en Alfa GTV!!! Eins og með alla bíla og sérstaklega eldri þarf maður að þekkja til áður en maður verslar. Síðan efast ég um að Alfan virki eitthvað mikið meira en 944 sem þú segir að virki ekki skít...

Annars virðist málið vera að ef maður á seðlana er um að gera að ná bara í 635CSi frá heimalandinu.

Ég þarf að komast að hvað þessir bílar eru þungir. Ég veit að 944 og GTV eru álíka aflmiklir og mjög líklega álíka þungir. Ég veit að 944 er með frábæra þyngdardreifingu og líklega GTV líka þar sem hann er sömuleiðis með transaxle gírkassa og V6 vélin er nokkuð vel aftarlega í vélarrýminu.

Ég býst við að 635CSi sé nokkuð þyngri, en hann er líka lang aflmestur. Grunar bara að hann sé nefþyngri en hinir með þessa löngu vél sem er að miklu leyti yfir framhjólunum. Síðan langar mig meira í sprækan og snaggaralegan sportbíl en kraftmikinn krúser. Anyways, þessir 635CSi hafa bara svo margt sem ég heillast af: línu-sexu, ótrúlega fegurð og þetta er ábyggilega næsti bær við alvöru big-daddy GT bíl nema bara German style.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 13:15 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jahhá.

Skemmtileg spurning... fyrir mig :)

Það eru til 2 góðir bílar á Íslandi. Minn og þessi vínrauði.

Að vísu er held ég einn sem hefur ekki verið settur á númer ennþá, verið þannig í yfir ár allavega.

Svo er einn nýinnfluttur frá ameríku, L6, en hann þarf mikla vinnu líka. Innréttingu og sprautun og er með ameríkustuðara!!

Hinir bílarnir eru gamlir, og sennilega þessi hvíti (MA) heillegastur af þeim, en þarf slatti vinnu.

Þú getur fengið ágætan 635csi bíl úti, svona 83-87 módel á bilinu 4-8000 EUR. Yfirleitt er eitthvað aðeins ryð í þeim, en ekki eitthvað basket case.

Það má reikna með að bílar undir svona 6000 EUR þurfi sprautun.

Módelin eftir 82 eru betri, þau eru byggð á E28 bílnum, ekki E12.

Ef þú ert að hugsa um þetta í alvöru og ætlar að eyða allavega milljón í þetta, þá geturðu talað við mig um minn.

Sæmi



Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 13:19 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Glæsilegur bíll hjá þér! Ég er bara meira að plana fyrir framtíðina. Ætla að koma mér upp pening, er blankur núna, til að fá mér almennilegan bíl.

Ég myndi örugglega skoða þinn ef ég hefði millu í bílakaup í dag ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 13:20 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Ahha.

Pælingar smælingar, maður getur aldrei sofnað fyrir þeim :)

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 13:23 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 13. Jul 2003 22:43
Posts: 158
Location: Kópavogur
Hvaða módel er þinn Sæmi?
Er ekki einhversstaðar á síðunni þar sem ég get nálgast upplýsingar um hann, hann er glæsilegur hjá þér.

_________________
SE
Porsche 911 Carrera 3.2 ´85
Mercedes Benz ML 270 CDI ´00

Jeremy Clarkson wrote:
It's pouring down with rain because not enough people have Range Rovers.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 14:33 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
....djöfull lookar hann!!!!!!!! :drool:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 16:19 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Leggja orð í belg :D

Sko... Porsche 944 virkar sko allverulega vel EF HANN ER Í LAGI, það virðist því ekki vera svo með þennan bíl félaga þíns.
944 er líka sennilega áreiðanlegasti bíll sem hægt er að fá 10 ára og eldri og er mjög léttur í rekstri og fóðringu.

Alfan, það má búast við ýmsu klikki í þessum bílum og umboðið er hryllingur, en fyrir rétt verð þá skiptir það bara engu máli. V6 vélin er fræg og örugglega næstbesta sexa sem fæst, sú besta auðvitað línu sexan fræga í sínum mörgu útgáfum frá BMW (Mal3 og auðvitað TVR líka :wink: )

BMW 635CSi ætti að fást á skikanlegum prís úti og er endingargóður klassískur og auðveldur í rekstri mekkanískt séð og einmitt lang fallegastur en meiri krúser.

Það eru tveir kostir með sexu, taka high mileage þokkalegan bíl á slikk og dunda sér við hann næstu árin, eða borga t.d. milljón fyrir fullkomna bílinn hans Sæma (sem reyndar er ennþá sjálfskiptur :wink: ) og eyða minna í viðhald og vesen næstu árin.

Peningaflæðið hjá manni ætti svo að geta svarað þessari spurningu fyrir mann.

PS, ég sá þennan vínrauða í gær, og mér finnst Sæma bíll flottari!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 16:40 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
SE wrote:
Hvaða módel er þinn Sæmi?
Er ekki einhversstaðar á síðunni þar sem ég get nálgast upplýsingar um hann, hann er glæsilegur hjá þér.


Jú það er nú frekar auðvelt. Þú bara smellir á hnappinn hér undir sem stendur á "www"


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 19:00 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 13. Jul 2003 22:43
Posts: 158
Location: Kópavogur
saemi wrote:
Jú það er nú frekar auðvelt. Þú bara smellir á hnappinn hér undir sem stendur á "www"


:oops: :oops: hehe

_________________
SE
Porsche 911 Carrera 3.2 ´85
Mercedes Benz ML 270 CDI ´00

Jeremy Clarkson wrote:
It's pouring down with rain because not enough people have Range Rovers.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 19:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 22:02
Posts: 3236
Location: Njarðvíkingur!
saemi wrote:
Image


Djöfull er þetta flott mynd, og hann sjænar ekkert smáræði :shock:

Hva ertu búinn að eiga hann lengi?

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05


Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 19:10 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 13. Jul 2003 22:43
Posts: 158
Location: Kópavogur
Glæsilegur bíll hjá þér.
Standa frekari framkvæmdir til á bílnum.
Bebecar segir að hann sé ennþá sjálfskiptur....... stendur til að breyta því??

_________________
SE
Porsche 911 Carrera 3.2 ´85
Mercedes Benz ML 270 CDI ´00

Jeremy Clarkson wrote:
It's pouring down with rain because not enough people have Range Rovers.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 31. Jul 2003 19:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
í guðana bænum ekki breyta því.. sona bíl vildi ég ekki sjá nema ssk,
ég hef séð rauða líka og hann á ansi langt í sæma ´bíl að mér finnst,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group