benzboy wrote:
Mal3 wrote:
Haffi wrote:
En ég var samt fyrir vonbrigðum með aflið og þá átti ég MX-5 með ca. 130 japanska smáhesta. Fannst ég ekki finna mun sem ætti að fylgja yfir 60 í viðbót.
Fylgdu ekki einhver kg með í kaupunum?
Jú vissulega. Ég veit bara ekki hve þungur svona Beemer er. MX-5an var 1010 kílo svo ég skal reikna með að Bimminn haffi verið um 1300, en ég trúi varla að hann hafi verið það þungur um 1993. það gerir 325i ca. 30% þyngri en MX-5 en með nálega 48% meira afl (193 hestar, right? Og ég er að leyfa vélinni í MX-5 að njóta vafans, 130 hö í skírteininu en listaðir 128hö í USA. Minn var með flýttri kveikju og K&N filter, svo við getum gerst bjartsýnir og sagt 130).
Maður á varla að finna það mikið fyrir aukaþyngdinni þegar maður er kominn af stað, þó hún telji vissulega. Mér fannst bara Preludinn sprækari fyrir sína hesta og hann er líklega álíka þungur og 325i, skeikar a.m.k. engum stórfelldum tölum.
En, eins og ég tek fram, þá var þetta frekar sorglegt eintak af BMW svo ég ætla að spara mér dóm yfir þeim öllum. Ég get náttúrulega dæmt þá svo glatt með persónulegum samanburði nema að hafa ekið þeim...