gdawg wrote:
Ég skil ekki hvernig menn nenna að hafa skoðanir Jermy Clarksons á hornum sér, að rífast við hann er eins og að rífast við múrstein.
Ég persónulega hef mjög gaman af því að hlusta á manninn og lesa það sem hann heufr skrifað. Hann hefur mjög víraðar og öfgakenndar skoðanir, en tilfellið er samt að það er oft vottur af sannleikskorni í því sem hann segir ef maður les á milli línanna og hunsar ýkjurnar.
Ef maður skoðar til dæmis the good, the bad and the ugly sem einhvers konar raunverulegt test milli USA og Evrópu er ekkert skrítið að maður verði pirraður.
En ef maður lítur frekar á þetta sem skoðun á mismunandi áherslum bílaframleiðanda austan og vestan hafs þá er þetta mjög áhugavert, fyrir utan það að vera bráðfyndið og skemmtilegt.
Þar hittir þú naglann á höfðuð! Ég á einmitt bók eftir hann sem er bara í hans anda og ekki um bíla og ef maður les á milli línanna þá er þetta akkúrat svona.
Ekki gleyma því að maðurinn er skemmtikraftur og minnir meira á stand up comedian en reynsluaksturskall!
Svo er þetta bara yndislegur breskur húmor
