Ég var illa minntur á það af hörðum nýherja hér á kraftinum að ENN væri ekki kominn afmælisþráður um hann.
Þannig að, Til hamingju með daginn Aron Friðrik, eða eins og þið þekkið hann aronisonfire
Og er drengurinn orðinn hvorki meira né minna en átján ára gamall, og gerðist sá merki atburður þann 26. Febrúar 2007
Og má til gamans geta að drengurinn hefur átt þrjár þýskar sjálfrennireiðar á þessu eina ári og tvær af þeim voru bílar eða með öðrum orðum BMW. Fyrst átti hann VW Golf er mikið var þjösnast á og lært að FWD er ekki rétta leiðin, en gírkassinn í honum gafst upp þannig að þar næst var staðgreiddur BMW E36 316i og var hann góður reynslubíll fyrir það sem koma skildi. Mikið var spáð og spekúlerað í TÚRBÓ og M50B25 swap en á endanum var slegið til og skipt uppí E36 325i sem undirrituðum finnst vægast sagt GULLIÐ eintak
Hér eru svo myndir af "BARNINU" og núverandi bíl eign:
Með þessari mynd fylgdi þetta:
Mottó: Ekki gleyma geðsjúkum
PS: Afmælisbarnið kveðst enn sakna VW því Í honum urðu til MARGAR góðar minningar...............................