Moni wrote:
Já NSXinn er RWD og er líka cool bíll, en TYPE R bílarnir mættu vera 4wd
Mér hefur nú aldrei tekist að láta verða úr rúnttilboðunum fyrir Integrur, en m.v. það sem sagt hefur verið um Integra Type R 1. gen. eru þetta brilliant bílar og vottar ekki fyrir undirstýringu. Ég er reyndar mikið RWD snobb, en sé ekki að það sé ástæða til að íþyngja bílum á borð við ITR með aldrifi. Bara þyngdaraukning og aflsóun.
Svo er nú það að þó NSX sé örugglega hreinasta snilld þá hafa menn nú sagt ýmist misjafnt um S2000, þannig að kannski fer það Honda bara betra að hafa drif nær vél...?
Annars voru nú S800 bílarnir víst mjög skemmtilegir.
Svo er auðvitað annað mál að þótt framleiðendur geri nokkra góða bíla þarf ekki allt að vera gott frá þeim (og öfugt) enda finnst mér Civic VTi hrútleiðinlegur bíll (ja, eða bara Civic yfir höfuð...).
En vélarnar frá Honda geta verið mjög spennandi. 2.2 VTEC í Prelude '93 skilaði rúmum 190 hestum og hljómaði yndislega. Bar heldur ekkert á togskorti í henni. Bíllinn sjálfur var svona smá sítt að aftan, en vélin var undursamleg.
Svo verður einhver að bjóða mér að taka í E36 325iS til að leiðrétta það að mér fannst vél og kraftur mun skemmtilegri í Prelude. Ég trúi ekki öðru en að þetta hafi verið mjög slappt eintak af Bimma
