Þar sem ég er nýr á spjallinu hér er kannski mál að ég kynni mig og telji upp bílana sem ég hef átt. Það kannast kannski einhverjir við mig annars staðar frá þar sem ég nota nikkið Mal3 víða, en annars er ég kallaður Kalli og það er alltof fáir dagar í að ég verði þrítugur...
Bílarnir sem ég hef átt eru eftirtaldir:
- Toyota Carina DX '82 (kanntaða afturdrifna gerðin, mjog loðin í hálku! passlega rauður til að ryðið sást illa...

)
- Mazda 323 Sedan 1500 Ssk. (Ódrepandi dós sem ég seldi eftir 50þ. km misnotkun ekna 198þ.! Skil ekki fólk sem kaupir bíla með sjálfskiptingu en engu vökvastýri. Mjög hugsanlega einfættur líkamsræktargúrú!)
- Daihatsu Charade '85
- Mazda 626GT '88 (fyrsti bíll sem ég keypti því mig langaði í hann hreinlega, upphafið að bíladellunni því ég fékk ógeð á Hræhatsúinum)
- Peugeot 306XS '98
- Mazda MX-5 Miata '94 (enn þann dag í dag skemmtilegasti bíll sem ég hef prófað, sorry bebecar

)
- Subaru 1800 Station 'áttatíuoguh...sex? Skiptir ekki máli, hann dó skömmu eftir að ég tók hann upp í MX-5una, dempari fór alla leið inn í farþegarýmið!)
- Ford Ka(2) '00 (Einn af mest dissuðu bílum sem ég hef átt ásamt MX-5, sem sannfærði mig um það að fólk veit almennt ekkert um bíla því ég sakna Kasins ennþá. Já, Puginn var gylltur en var samt ekki dissaður jafn mikið!)
- Daihatsu Charade
TSi 1.3 16v (Varð að bæta inn TSi, alltaf jafn gaman að "grobba" sig af þessu. Hey, hann snýst upp í 7000 og skilar 90 hestum. Ekki slæmt fyrir 800 kg bíl eins og töffarar á nýjum bílum með of mikið af spoilerum og filmum hafa fengið að komast að

)
Daihatsuinn verður seldur í haust og hugsanlega enginn arftaki í bráð - nema kannski ef ég á smá pening og bebecar þarf að koma Bimmanum sínum í fóstur
Stefnan er annars á Porsche 944 '85,5 eða nýrri 2.5l bíl. Svo er bara að vona að framtíðin beri í skauti fjármagn fyrir 911 Carrera 3.2, Lotus Elan og Lamborghini Espada
Annars er þetta orðin alltof löng viðkynning, vona bara að ég eigi eftir að finna fróðlegar umræður um BMW og bíla almennt hér!